miðvikudagur, júlí 05, 2006

En sá leikur!!!!!!!


Ja hérna hér...maður er bara gjörsamlega eftir sig eftir leikinn í gær...svona eiga leikir á HM að vera...mamma mia!!

Við mæðgur tökum þetta mjög alvarlega eins og sjá má...það er stemmning á heimilinu (eða hjá Didda bróður og Davíð öllu heldur þar sem við fáum að horfa á leiki...takk elskurnar!)
...svitabandið, derhúfan, ítalskur bolur og fáni á kinn og svo bara FORZA ITALIA!!

Er svo stolt af "mínum mönnum" (væri nú alveg til í einn eða tvo en það er önnur saga!!) og þessi sigur er það sem ítalska boltanum vantaði núna þar sem fótboltaheimurinn á Ítalíu er í sárum eftir múturnar, spillinguna, sjálfsmorðstilraun Pesotto og ákærurnar :(

Svo fylgist ég svolítið með ítölsku sport-síðunum og þar kemur fram að þýsku blöðin eru búin að vera að drita yfir ítali fyrir leik með að kalla þá sníkjudýr og fleira ljótt. Svo sigurinn var ennþá sætari!!

Og alveg vissi ég að Del Piero myndi hamra hann í netið...leikurinn var hreint út sagt frábær og ég verða að viðurkenna að ég vorkenndi þjóðverjum í lokin því þeir hafa sjaldan eða aldrei spilað svona skemmtilegan bolta, aldrei dauður tími í leiknum og frábær færi á báða bóga!!

Ég er samt fegin að þetta fór ekki í vítaspyrnukeppni..held að þjópðverjar hefðu þá sigrað!

Las annars á ónefndu bloggi, bæn manns til Guðs um að gera mannkyninu ekki þann óleik að láta úrslitaleikinn í HM vera Ítalía-Portúgal...hvaða hvaða segi ég nú bara...ekkert að spili og leik ítala í gær verð ég nú að segja...engin hlutdrægni í þessu....held að það verði Ítalía-Frakkland sem spila á sunnudaginn og það verður erfitt fyrir mína menn...

Takk fyrir allar hamingjuóskirnar hér og á sms....skila þeim til ítalska liðsins...hehehe :)

4 Comments:

At 10:26 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hérna kella til hamingju með sigurinn, ítali þinn. Hér er þjóðsöngurinn í tilefni dagsins.

Fratelli d'Italia
L'Italia s'è desta
Dell'elmo di Scipio
S'è cinta la testa.
Dove'è la Vittoria?.
Le porga la chioma;
Chè schiava di Roma
Iddio la creò.
Stringiamoci a coorte,
Siam pronti alla morte:
Italia chiamò!

Noi siamo da secoli
Calpesti e derisi,
Perchè non siam popolo,
Perchè siam divisi;
Raccolgaci un'unica
Bandiera, un speme;
Di fonderci insieme;
Già l'ora suonò.
Stringiamoci a coorte,
Siam pronti alla morte:
Italia chiamò!

Uniamoci, amiamoci;
L'unione e l'amore
Rivelano ai popoli
Le vie del Signore:
Giuriamo far libero
Il suolo natío;
Uniti per Dio
Chi vincer ci può?.
Stringiamoci a coorte,
Siam pronti alla morte:
Italia chiamò!

Dall'Alpi a Sicilia
Dovunque è Legnano
Ogni uom di Ferruccio:
Ha il cuor e la mano.
I bimbi d'Italia
Si chiamano Balilla:
Il suon d'ogni squilla
I vespri suonò.
Stringiamoci a coorte,
Siam pronti alla morte:
Italia chiamò!

Son giunchi che piegano
Le spade vendute:
Già l'Aquila d'Austria
Le penne ha perdute.
Il sangue d'Italia
E il sangue polacco
Bevè col Cosacco
Ma il cor le bruciò
Stringiamoci a coorte
Siam pronti alla morte:
Italia chiamò!

 
At 12:15 f.h., Blogger IrisD said...

Obbobobb...alltaf að kvitta sko....huhummm...hver sem þú ert????

 
At 2:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Obbbobbob! engin spennandi bara ég, Herdís. Kanntu lagið?

 
At 10:39 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Looks nice! Awesome content. Good job guys.
»

 

Skrifa ummæli

<< Home