laugardagur, júlí 08, 2006

(Frétta)Blaðið sl.laugardag

Tók Fréttablaðið og Blaðið með mér út á svalir á laugardagsmorgun og sat þar og las í sólinni. Það var svo ótrúlega margt merkilegt við það sem ég las þar að ég má til með að vitna í nokkur atriði hér þar sem þau hverfa ekki úr huga mér.

Ég byrjaði á að lesa viðtalið við Geir Jón yfirlögregluþjón og las svo viðtal við Njörð P. Njarðvík í Blaðinu en þeir eru báðir að tala um fíkniefnaneytendur og þann pakka sem fylgir þeim. Báðum finnst kerfið hér ekki virka og vilja þeir báðir fá úrræði fyrir neytendur miklu fyrr í ferlinu heldur en tíðkast í dag. Það eru svo fáránlegt að menn fremja glæp og eru svo dæmdir fyrir hann miklu miklu seinna og þá hafa sumir meira að segja náð að komast á beina braut í lífinu, komnir með heimili, fjölskyldu og vinnu jafnvel. Það liggur við að mér finnist að það megi þá bara sleppa þeim með refsingu þar sem maður hefur heyrt að menn komi enn meira skaddaðir út í samfélagið eftir vistun á Litla-Hrauni.

Fíkniefnaneytendur eru ekki dæmdir fyrir notkunina heldur afbrotin sem þeir fremja undir áhrifum og til að fjármagna neysluna. Af hverju er ekki einhver meðferðarstofnun sem hjálpar þeim í stað þess að setja þá í fangelsi? Njörður spyr einmitt af hverju ætti að refsa eiturlyfjaneitanda í stað þess að hjálpa honum....ætti ekki frekar að refsa þeim sem útvegar efnið?

Ég er sammála Geir Jóni um það að það ætlar sér enginn að verða eiturlyfjaneitandi og ástæðurnar fyrir því að fólk leiðist út í þennan heim eru misjafnar. Þá spyr maður hvort ekki sé hægt að koma í veg fyrir þetta með því að grípa fyrr inní?? En maður ætti þá frekar að spyrja af hverju ríkið og yfirvöld komi ekki til aðstoðar og leggi meira fjármagn til þeirra stofnana sem sinna þessu ólánsama fólki?? Við erum nú gasalega rík þjóð en erum að eyða peningum í vitleysu oft á tíðum, ekki kannski þegnarnir heldur þeim sem stjórna okkar annars ágæta landi. Njörður tekur dæmi frá Kaliforníu og segir að sparnaður í heilbrigðiskerfinu við meðferðarstofnun sé sjöfaldur...ef settar eru 100 milljónir í meðferðarstofnun þá sparast 700 milljónir annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Ríkið fékk 67 milljarða fyrir Símann...ætli eitthvað af því fari í SÁÁ????

Margir góðir punktar hjá þeim félögum sem vert er að velta fyrir sér... sér í lagi af hverju þjóðfélagið er svona grimmt við þá sem minna mega sín??

...og þá að öðru...las líka viðtal við Pál Óskar þar sem lög sem kveða á um að samkynhneigðir geti nú fengið sambúð skráða í þjóðskrá....árið er örugglega 2006 eða hvað???? Mér finnst Palli meiriháttar og er alveg sammála því sem hann segir að þetta séu nú samt bara fín orð á pappír sem öðlast ekki gildi fyrr en samfélagið fer eftir þeim. Hann talar líka um að samkynhneigðir hafa aldrei verið að fara fram á einhver forréttindi, bara að sitja við sama borð og gagnkynhneigðir...og tími til kominn finnst mér persónulega!!
Mér finnst eiginlega fáránlegt að öll þessi barátta standi enn yfir sem og kvenrétttindabaráttan!!
Þá gat Palli ekki hitt naglann betur á höfuðið þegar hann segir að hann eigi auðveldara með að taka á móti þeim skítköstum sem hann verður stundum fyrir og segist vera farinn að svara viðkomandi með þeim orðum að þetta sé slæmi dagur skítkastarans og hans eigin góði dagur og hann geti lítið að því gert þó skítkastaranum líði illa. Þetta er nú aldeilis frábært viðhorf sem er vel þess virði að tileinka sér.

Tilviljanir.....eru umræðuefni mitt í næsta eða þarnæsta eða þarþarnæsta bloggi!!!

1 Comments:

At 11:30 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Interesting website with a lot of resources and detailed explanations.
»

 

Skrifa ummæli

<< Home