fimmtudagur, mars 02, 2006

Silvía Nótt...

...er að tröllríða öllu hér...meira að segja hægt að fá eitthvað kennt við þá ágætu stúlku í bakarí...er þetta ekki full-langt gengið??

Sko...mér er það efst í huga þessa dagana hvað menningin er skrýtin. Ekki alls fyrir löngu tók ég þátt í umræðum sem snerust um það hvort syngja mætti sunnudagaskólalög í leikskólum í nútíma-fjölmenningar-samfélagi...og fékk þá að heyra frá einni að sonur hennar, þá rúmlega 1 og 1/2 árs raulaði stundum sunnudagaskólalagið Tikki-tikki-ta (og fyrir þá sem ekki vita er það einfaldur texti sem hljómar svona: Tikki-tikki-ta, tikki-tikki-ta-tikki-tikki-tikki-tikki-ta...og endurtekið og svo kemur: alla daga og alla nætur augu Jesú vaka yfir mér...og það endurtekið) en þar sem Jesú kemur fyrir í laginu mátti ekki syngja þetta tiltekna lag......af því ekki má predika eina trú í íslenski nútíma-fjölmenningarlegu samfélagi (lesist með háði), sem samt sem áður er okkar trú og við tökum rosa mikinn þátt í henni þegar okkur hentar..páskar/páskafrí, jól/jólafrí/jólagjafir/ og svo framvegis...

Semsagt...ekki mátti syngja þetta lag en svo er í lagi að syngja með börnunum Hinar týpurnar eru bólugrafnar en ég er hrein mey.....
Hver er hugsunin og rökstuðningurinn á bak við það????

Mér finnst við íslendingar vera alltof miklir hræsnara...við þykjumst taka vel á móti fólki sem flyst hingað en gerum það samt ekkert, þykjumst vera voða fjölmenningarleg þegar við erum bara snobbuð og montin af því að fá hallærislega landkynningu frá kolrugluðum leikurum og leikstjórum (fína og fræga fólkið...you know!!!) hjá Jay Leno og Letterman um íslenskt brennivín, lauslátar konur og stríðsvelli á áramótunum....ó nei...þetta finnst mér bara ekki fyndið!!!

Held að við þurfum ekki bara að hafa áhyggjur af íslenskri tungu heldur einnig íslenskri menningu...og hana nú!!!!!

1 Comments:

At 1:24 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Eins og talað út úr mínu hjarta... :)

 

Skrifa ummæli

<< Home