Eiginlega ekkert frí :(
...um þessa helgi :(
...innilota í valfaginu í skólanum svo við máttum gjöra svo vel að vera uppi í Kennó frá 9.30-14.30 laugardag og sunnudag :(
Gréta fór með pabba til eyja á föstudaginn, þau keyrðu á Bakka og flugu síðan yfir...Gréta alsæl með að komast til ömmu!!
Þannig að ég var bara ein heima og nýtti tímann vel til að læra enda mikið um verkefnavinnu og verkefnaskil þessa dagana...svo maður er samt nett dasaður enda búin að vera að læra langt fram á nótt!!
En...þrátt fyrir mikinn lærdóm verður maður nú samt að njóta lífsins líka...kíkti með Óla bróður á Sólon á málverkasýninguna hjá Röggu Gogga (http://blog.central.is/raggagogga/), rosa fín sýning og þar voru auðvitað félagarnir Diddi og Davíð...alltaf sætir og ferskir...hehehe..ásamt öðrum frábærum skyldmennum okkar....en við Óli skelltum okkur svo bara í Smáralindina og fengum okkar geggjað pasta á Energia og lögðumst svo í lazy-boy í Lúxus salnum með hvítvín og alles og horfðum á myndina um Johnny Cash...Walk the line...bara geggjuð mynd. Þvílíkt átakanleg en falleg saga, og söngurinn....VÁ!!!
Var einmitt að tala um það að síðustu 3 myndir sem ég hef farið á skilja svo mikið eftir sig, eru ekki bara einhverjar Hollywood-drauma-myndir sem eiga sér ekki stoðir í raunveruleikanum....þannig að ég mæli hiklaust með þessari mynd (fer nú að fara að fá frítt í bíó fyrir öll þessi meðmæli...hehehehe)
Jæja...áfram með lærdóminn....góðar stundir!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home