Kríla-tískan
Tískan er alveg hreint frábært fyrirbæri eins og ég hef áður minnst á hér....og ég hef líka minnst á það að ég eltist lítið við það fyrirbæri en tel mig samt ekki vera neitt lummó þrátt fyrir það....ég tel það ekki mikilvægt að þurfa að eltast við einhver merki og einhvern klæðnað af því einhverjir segja að hann sé í tísku....en mér finnst svo sem allt í lagi að fullorðið fólk eltist við þetta og eyði tíma og peningum í þessa vitleysu en þegar þetta er farið að beinast að börnum og unglingum þá finnst mér það nú orðið gott.....eins og blaðið sem er að koma út í kjölfar þáttanna Fyrstu skrefin á Skjá 1....þá er fyrisögn á forsíðunni þar sem stendur TÍSKUÞÁTTUR KRÍLANNA.....og eins og krílunum sé ekki sama þótt þau séu ekki í nýjustu tísku.....eða hvað??????
Annars get ég voða lítið verið að segja svona :) þar sem fólk í kringum mig hefur komið Grétu á bragðið með hin og þessi merki.....Óli bróðir dælir í hana Nike fötum og skóm og amma Þórey kom okkur á bragðið með Kenzo þegar hún var pínu lítil. En ok...Gréta talar um Nike og svona og það hljómar kannski svolítið snobbað en ég kom henni ekki á bragðið með þetta og ber litla sem enga ábyrgð á þessu :) það eru aðrir sem súpa seyðið af því.
Það sem mér finnst skipta mestu máli er að fötin fyrir krílin séu ÞÆGILEG, ekki að þau séu eitthvað merki og svaka flott. Auk þess man ég að þegar Gréta var pínu lítil var ég nánast alltaf með hana á sokkabuxum og bol þegar við vorum heima svo hún gæti hreyft sig sem frjálslegast og á meðan hékk stífur Donna Karan gallakjóll inni í skáp og ég gat ekki með nokkru móti sett hana í hann, þetta var eins og spennitreyja fyrir greyið.....svo vaxa þau svo fljótt upp úr þessu að það hálfa væri nóg....
Ég var einmitt þessi týpan að vilja ekki fá lánuð föt, vildi bara að barnið mitt sem var nýkomið í heiminn fengi ný föt og þvílíkt sem hún fékk og hefur alltaf fengið af fötum...held hún hafi ekki komist yfir að vera í öllum ungbarnafötunum. Lengi vel geymdi ég næstum öll fötin hennar og ætlaði sko ekki láta neinn fá fínu Nike-gallana og Kenszo kjólana...þar til ég sá fram á það að Gréta var að verða 4 ára...annað barn ekki á leiðinni og fötin sem hún hafði átt fram að þessu tóku ALLT skápaplássið (og ég ekki með geymslu) og því voru góð ráð dýr. Ég fór í gegnum allt draslið, flokkaði, henti, gaf og lánaði.....og er aldeilis sátt við það. En það var einmitt svo fyndið þegar ég fór í gegnum þetta að það sást sko hvað ég hafði keypt sjálf og hvað henni hafði verið gefið...
Það er samt sem betur fer bara núna fyrst sem Gréta mín er að byrja að hafa miklar skoðanir á því í hverju hún er...hefur ekki verið vandamál hingað til...og við komumst alltaf að samkomulagi :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home