Hippy hippy shake.....
...loksins þegar ég var búin að ákveða að skella mér til eyja á hið víðfræga Hippaball...komin með dressið og skóna og alles, allt tilbúið..nei þá er bara búið að fresta því...þá sjaldan maður skipuleggur sig.....og ástæðan...jú jú....húsnæðisskortur....hehehehe...hvað er að gerast í eyjum??? Þetta fína partý -hús en ekkert partý....þyrfti bara að fá gömlu Höllina aftur......skipta um stað við Betel bara og hafa þetta eins og í denn...mikið var það hrikalega gaman og þá sérstaklega húkkaraböllin þegar allt var morandi af fólki, opið á milli og bestu hljómsveitir í heimi að spila....ohhhhh...maður er nú aldeilis með nostalgíu......enda ótrúlega margt brallað þarna og á þessum árum.....
Mínar minningar úr höllinni gömlu er fyndnar.....allt frá grímuböllum til alvörudansleikja :)
Ég var og er auðvitað svo saklaus að ég fór bara einu sinni á alvöru-ball áður en ég hafði aldur til...hehehe....fór með stelpunum í handboltanum (þær þaulvanar) og var með hjartað í buxunum allan tímann....
Ónefnd vinkona mín varð ofurölvi á einu góðu balli og þurfti að æla, en hafði þó rænu á því að æla í vatnskönnu og ekki ein einasta sletta út fyrir...þetta atvik er rifjað upp á hverjum einasta vinahittingi....hehehe
Dansar við úlfa myndin á afmælisdaginn hennar Kristbjargar minnar og báðir strákarnir sem ég var skotin í á þeim árum sátu í sömu röð og ég...heheheh...margar af mínum vinkonum fundu ástina sína þarna...
já þetta voru the golden days....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home