mánudagur, mars 13, 2006

Kompás

Verð nú bara að játa það að mér finnst Kompás mjög góðir þættir en það sem mér reynist erfiðast við að horfa á þá er að ég verð svo brjáluð yfir öllu óréttlætinu sem er á okkar ágæta landi. Þessir þættir fjalla oftar en ekki um þannig málefni.

Ég varð alveg æf þegar fjallað var um aumingjana sem tæla ungar stúlkur...allt niður í 12-13 ára til sín, spjallandi við þær á msn og bjóða þeim bjór og bjóðast til að koma með smokka og svona...HVAÐ ER ÞAÐ??? Djöfulsins ógeð...

Og í gær...ég var næstum farin að grenja þegar verið var að fara leiðina sem veslings foreldrarnir þurftu að fara með lífvana barn sitt, súrefniskútinn og allt..hvað er það???? Nei nei...byggjum bara frekar hátæknisjúkrahús fyrir ALLAN peninginn í staðinn fyrir að bæta það sem við höfum nú þegar....HVAÐ ER ÞAÐ??? hálfvitar!!!

Og svo var það strákurinn sem var laminn í miðbæ Reykjavíkur fyrir mörgum árum...hann er 75% öryrki og ekki nóg með það að hann hafi verið nær dauða en lífi og að líf hans verður aldrei eins , nei þá má hann líka þurfa að standa í því að RUKKA gaurinn sem barði hann nánast til dauða?? HVAÐ ER ÞAÐ?????

HVAÐ ER AÐ OKKAR ANNARS ÁGÆTA LANDI???? Ohhhh...ég gæti orðið brjáluð.......ARG

3 Comments:

At 10:46 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Er mín eitthvað "pist"? Nei ég er alveg sammála þér Íris mín, horfði einmitt á þennan þátt og maður varð frekar argur. Þetta var svakaleg saga og rosalega voru foreldrarnir sterkir að segja þessa sögu svona vel og svo voru þau alveg laus við alla reiði og kenndu í raun engum um sem var alveg einstakt. En svo var ég heima og þekkti þetta fólk ekki neit og var alveg brjálaður útí þetta system allt saman. Mér finnst þetta fólk algerar hetjur.

 
At 2:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað ég er sammála þér.. Ég er búin að vera æf yfir þessu spítalamáli. Hvað var líka málið með hana Siv?? Hún virkaði eins og ísklumpur. Sástu hana síðan í Íslandi í dag í gær? Jedúddamía.. Ekki góð byrjun hjá henni í Heilbrigðisráðuneytinu. Ég hef verið að fylgjast með foreldrum sem eiga mjög veikt barn inni á Barnaspítala en þau halda úti bloggsíðu og komu einmitt aðeins í þættinum Kompás á sunnudaginn. Það er ótrúlegt hvað þau eru að ganga í gegnum og maður skilur ekki að veik börn eru ekki í forgangi inni á spítalanum. Manni finnst lágmark að þau búi við öryggi. Ekki mikið öryggi í því að þurfa að hlaupa eftir löngum göngum yfir í annað hús ef eitthvað alvarlegt kemur upp á. Þetta hágæsluherbergi á að sjálfsögðu að vera í notkun. Mikið vildi ég óska þess að forgangsröðunin væri öðruvísi í þessu þjóðfélagi. Þeir sem vinna við umönnun eða með fólk eru mjög neðarlega á forgangslistanum hjá stjórnvöldum og þar af leiðandi bitnar það á þeirri þjónustu sem er í boði. Í versta falli bitnar þetta á veiku börnunum og Guð minn góður hvað eru 60 milljónir þegar líf barnanna eru í húfi? Neibb segir Siv, þetta eru bara "tilfallandi tilfelli" og við erum með lægsta ungbarnadauða í heimi!!! Hverjum er ekki sama um tölfræði þegar maður lendir í því að hlaupa með lífvana barn sitt í átt að gjörgæslu vegna þess að það vantar rekstrarfé til að halda hágæsluherberginu opnu... Þetta gerir mann bara æfan...

 
At 10:48 e.h., Blogger IrisD said...

Já Ragna Jenný, mikið erum við sammála, þetta er óþolandi ástand.
Hef kíkt við á síðunni sem þú talar um og ekki hægt annað en að dást að þessu fólki.


Ótrúleg forgangsröðun og brenglaður hugsunarháttur stjórnvalda...óviðunandi ástand.

 

Skrifa ummæli

<< Home