miðvikudagur, mars 22, 2006

19.mars 1989

Kíkti á bloggið hjá gamalli vinkonu minni úr eyjum, henni Sigurbáru og sá þá að hún skoraði á mig að segja frá fermingardeginum mínum....ég ætlaði að gera það þann 19.mars en hef átt í smá tölvu-örðugleikum svo nú kemur það!!!!

Sko...það yndislegasta við að fá að fermast þennan dag var að amma mín heitin í Halakoti hefði átt afmæli þennan dag...það var hún sem fékk það í gegn að ég yrði skírð en þá var hún orðin veik og hún var mjög trúuð kona og vildi ekki yfirgefa þessa jörð án þess að ég yrði skírð svo pabbi lét tilleiðast og ég var skírð þegar ég var að verða 5 ára..og Diddi bróðir þá í leiðinni...að verða 2 ára!!!

Allavega....ég valdi þennan dag til heiðurs ömmu minni og svo upphófst leitin að fermingarfötunum....það var bara fyndið. Agnes dóttir Höbbu vinkonu hennar mömmu átti voða fínan hvítan kjól sem Habba bauð mér og ég hélt nú ekki....ég ætlaði sko ekki að vera í kjól....var sko engin kjólatýpa og vildi bara fá buxur og eitthvað....guð minn góður og það varð úr...ég var í karlmannsfötum á fermingardaginn!!!!!!!!!!!!!! Sérsaumaðar buxur, vesti og jakki, klossaðir skór og hvít skyrta og meira að segja klútur í hálsin....hvað er það???? Svo þegar ég kom í kirkjuna þurfti að taka hálsklútinn af því við urðum öll að vera eins um hálsinn..kirtillinn var að vera eins hjá öllum!!!

Jæja....ég fór í greiðslu en make-up vissi ég ekki hvað var :) ég var með demanta nælu (sko langt á undan minni samtíð hvað það varðar.....heheheh) sem ég hafði fengið í jólagjöf frá gamalli frænku í Ameríku...og hárið var uppsett og greitt voða fínt :)

Ég man nú ekki mikið úr kirkjunni, þetta gekk bara allt voða vel held ég...ég fór sem betur fer ekki í neina myndatöku....guði sé lof fyrir það....eða bara mér sjálfri kannski....vildi það ekki!! Fórum hins vegar öll saman þegar Diddi fermdist og það var ágætt svo sem!!!!

Veislan var haldin heima hjá Ester frænku og afi minn sá um hana ásamt öðru góðu fólki.....kransakakan var frá vinkonu mömmu frá Hvanneyri og margir aðrir aðstoðuðu man ég.

Ég fékk lítinn pening en mikið af skartgripum..hálsmen aðallega en líka hringi, bækur, svefnpoka,
stjörnuspákort (sem ég þarf að fara að lesa aftur..heheheh...) lampa og margt fleira....en það sem mér þotti langvænst um var að rétt áður en ég fór í kirkjuna bað pabbi mig um að koma með sér upp í herbergi og ég varð hálf-skrýtin því pabbi er ekki trúaður maður og ef hann hefði fengið að ráða hefði ég hvorki verið skírð né fermd og við áttum í allskonar deilum á meðan á fermingarundirbúningnum stóð og því vissi ég ekki alveg hvað var að fara að gerast en.....þegar við komum upp í herbergi sagði pabbi mér að þegar amma mín varð 60 ára þá fékk hún úr í afmælisgjöf sem þótti ákaflega fínt þar sem ekki þurfti að trekkja það eða neitt og þegar hún dó þá sagði afi minn að ég ætti að fá þetta úr í fermingargjöf en hann var þá dáinn en hafði komið þessum skilaboðum áleiðis og þarna stóð pabbi með úr mömmu sinnar á fermingardaginn minn og afmælisdaginn hennar og ég fór bara að skæla :(
Þetta er besta minningin um fermingardaginn..og mér þykir ótrúlega vænt um þetta úr....

Við amma áttum ótrúlegt samband, við bjuggum hjá þeim frá því að ég fæddist og þar til ég var 5 ára og þegar við fluttum var eins og hjartað væri rifið úr okkur báðum (hefur pabbi sagt mér) en amma kenndi mér fyrstu bænirnar og vísurnar og hún var svo ótrúlega falleg sál :)

En þetta er það helsta frá mínum fermingardegi.....

6 Comments:

At 7:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hei beib maður segir nú ekkert bara frá svona án þess að sýna manni mynd, góða mín.mynd,mynd,mynd.....ég var með hálfgerðan hanakamb, svart litað og rakað í hliðum,svart naglalakk og gaddaól. mamma mín var "ofsaglöð"En það undarlegasa var að ég var í gulu dressi og appelsínigulum skóm eins og fín laidy.Hata gulann og páskana eftir þessa lífsreynslu og fór sem betur fer ekki í myndatöku öllu til mikillar gleði.Annars ,vona að Gréta nái sér fljótt sí jú sún

 
At 8:06 e.h., Blogger IrisD said...

Hehehe...sem betur fer á ég ekki skanna og ef þetta ert þú Herdís þá kom ég með myndina í staffapartý eitt sinn og það gerist ALDREI aftur að það verði þannig partý þar sem allir koma með fáránlegar myndir....heheheehe...

so..no photos this time around :)

 
At 8:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvaða hvaða Íris heldur þú ekki að þú setjir flotta mynd af fermingunni inn á bloggið

 
At 8:41 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var skemmtileg lesning...:) Þetta hefur verið yndislegur dagur hjá þér... Maður bara táraðist yfir úrinu....

 
At 6:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Æðisleg minning sem þú átt um hana ömmu þína. Fallegur pistill hjá þér kæra vinkona.
Var nú að skoða fermingrmyndina af mér um daginn og ég get svo svarið það að ég er komin með sömu hárgreiðsluna aftur!!!! Já maður er svo ungur í anda :)
Kv. Ingunn Meloni

 
At 11:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ

Þetta er falleg saga af fermingadeginum. Ég man bara að ég var í gifsi eftir að hafa farið með löpp í gegnum hurð og man að mér fannst svo asnalegt að ganga gólfið á hækjum að ég hoppaði á einni löpp :)

Gaman að lesa bloggið þitt ákvað að kvitta í þetta sinn.

 

Skrifa ummæli

<< Home