Bollu-sprengi-öskudagur
Þetta er nú sérdeilis skemmtilegir dagar...allir þrír!!
Við mæðgur bökuðum helling af bollum á sunnudaginn og buðum svo The three amigos, Óla, Didda og Bjarna í bollukaffi sem þeir þáðu með þynnku....nei þökkum afsakið :)
Þannig að hér var sko aldeilis stuð daginn fyrir bolludaginn...síðan voru auðvitað bollur í leikskólunum og svo aðeins bætt í bumbuna þegar heim var komið.
Afi og Inga hafa sem betur fer haft það fyrir árlegan viðburð að bjóða okkur, bræðrum mínum, Bjarna, og Bigga frænda og co í saltkjöt og baunir...ég er þeim svo þakklát þar sem ég hef mig ekki í að gera þetta sjálf....enda er þetta svoooooo gott hjá honum afa, hann er líka kokkur og lumar á allskyns göldrum þegar kemur að matseldinni!!!! Þannig að við vorum það að bæta í bumbuna í gær og þömbuðum svo fullt af vatni í gær og í morgun!!!
Þá er komið að Öskudeginum...Gréta var Skrattinn...var búin að ákveða það fyrir lifandis löngu og auðvitað lét ég það eftir henni...þessi dagur er svo skemmtilegur og ekki hægt að láta þau vera í einhverju sem þau vilja ekki vera í......þannig að í morgun var hún máluð rauð í framan, svo fór hún í rauða skrattakjólinn, setti á sig skrattahornin og gretti sig.....sætt!!!!
Þetta er nú aldeilis skemmtilegir dagar og brjóta upp hversdagsleikann...styttir vikuna líka...
...ég var hins vegar í skólanum í dag og þurfti því ekki að hafa áhyggjur af því hvað ég ætlaði að vera í ár......
En aðeins að öðru.....kíkti á bloggið hjá Sigurbáru þar sem hún var að segja frá fermingardeginum sínum og skoraði þar á mig að gera slíkt hið sama sem ég ætla að gera þann 19.mars en það er fermingardagurinn minn....svo...stay tuned!!!!!!
3 Comments:
Jamm Dóra Hanna mín...meina nákvæmlega hann...ekki misskilja neitt..heheheh
Kv, Íris
Hehehe ef þú ætlar ap skrifa um fermingadaginn þinn þá verður þú líka að láta fylgja mynd af þér í fermingafötunum, ég sver það að þau eru náttúrulega bara LANGflottust. Þau myndu seljast eins og skot á e-bay :)
Já Íris það verður sko gaman að fá að heyra frá fermingardeginum þínum hehe og endilega að setja mynd af þér í fermingagallanum hey en hvar getur maður séð fermingarmyndirnar af árgangnum okkar
Skrifa ummæli
<< Home