Hæðnispistillinn "Heimur minn hrundi"...
...þegar ég las eitthvað af þessum ókeypis blöðum sem hrynja inn um lúguna hjá mér á morgnana. Þar sem ég sat í makindum mínum með morgunmatinn og rak þá augun í frétt þess efnis að ítalskir karlmenn, ásamt þeim spænsku, eru hvað latastir við húsverkin!!! Og ég sem var einmitt nýbúin að segja við mia amica Ingunn að ég væri að hugsa um að skreppa til Ítalíu og næla mér í gæja...færi létt með það að ná mér í einn ítalskan...eitthvað annað en þessir íslensku hér heima :)
Þetta fékk mig nú til að hugsa mig tvisvar um.....þarf ég á því að halda??? Þarf ég ekki einhvern sem nennir að hugsa um uppvaskið, þvottahúsið, þrífa klósettið, skúra, og hvað þetta allt heitir....jah maður spyr sig???
Þessar fréttir eru svo sem ekkert nýjar fyrir mér þar sem ég bjó á Ítalíu og kann margar frábærar sögur af strákum/mönnum sem eru um fertugt og búa enn hjá mömmu og mamma er enn að taka til eftir þá, ganga frá þvottinum þeirra og þá meina ég brjóta hann saman og setja hann inn í skáp, straujaðan og fínan, elda handa þeim og nánast mata þá!!!!!
Þá spyr maður sig...get ég ekki bara tekið við því hlutverki, er í góðri æfingu með eitt barn og get vel tekið að mér annað.....talað ítölsku á meðan???
Annað hvort það eða íslenskan mann sem á börn með annarri konu/öðrum konum, skuldar meðlag...og með einhvern vandamálapakka......eða nútímakarlmaðurinn sem fer eftir ráðleggingum Kallanna.is og Geirs Ólafs og er appelsínu-gul-brúnn í framan með trefil um hálsinn??????
Maður spyr sig?????
Ótrúlega fyndið nefnilega þegar maður er búinn að vera einhleypur í einhvern tíma...þá fara allir að spyrja mann hvort maður sé ekkert að deita og svona...og svo kemur hin frábæra setning Já þú átt nú eftir að ná þér í góðan mann en færra verður um svör þegar ég spyr hvar ég finni þennan góða mann sem allir segja að bíði eftir mér?????
Já það er erfitt líf að vera einhleyp :)
4 Comments:
hehe vertu fegin að það sé ekki verið að spyrja þig hvenær þú ætlir að koma með "annað"..... Fólk er ótrúlegt.....:)
Ji..hafði bara ekki alveg áttað mig á öllum þessum frábæru kostum við það að vera einhleyp...best að njóta þess bara....takk fyrir hvatninguna...hehehehe
Ja! thad eru sko morg daemi af kollum herna sem bua heima og gera ekki neitt thott their seum komnir a fertugsaldurinn!!;) hehe..
hahahah snilldarpistill cara amica. Við skulum bara njóta þess að vera einhleypar.... getum samt alveg skroppið til Ítalíu og skoðað hvað er í boði... hmmmmm????
Kv. Ingunn
Skrifa ummæli
<< Home