Eftir hverju leitar maður??
Já það er góð spurning...leitar maður eftir útliti, persónuleika, klæðaburði, stíl, tónlistarsmekk, augnalit....eða hvað er það við hitt kynið (eða sama kyn ef því er að skipta) sem heillar mann????
Ok...það er eflaust margir þættir sem spila saman svo tveir einstaklingar geti farið að dansa...en mikið var ég heppin að rekast á grein í Blaðinu í gær...hehehe...það fyrsta sem ég tek eftir í fari karlmanns eru nefnilega HENDURNAR og í greininni í Blaðinu í gær var semsagt verið að fjalla um það að rannsóknir sýna að það er tengsl milli fingralengdar og árásarhneigðar...hvorki meira né minna!!!!
Því styttri sem vísifingurinn er samanborið við baugfingurinn þeimur meira magn er af testesteróni og þar afleiðandi meiri árásarhneigð.
Það kemur einnig fram í greininni að karlmenn með kvenlega fingur er hættara við þunglyndi.
Ok...flott...svo nú leita ég semsagt að manni sem er með langan vísifingur miðað við baugfingur og með karlmannlegar hendur...þá ætti ég að vera í góðum málum!!!!!
3 Comments:
Láttu hjarta ráða för og þá mun allt blessast :)
Kv. Ingunn Meloni
Mín reynsla er sú að þegar maður er ekkert að leita þá finnur maður það sem maður leitar að.
Knús og kossar
Lilja í Köben
Ha ha þegar single fólk er að skrifa um svona pælingar þá fær maður alltaf "komment" eins og maður sé brjálæðislega "desprit"! En góð pæling Íris mín;) aldrei að vita nema ég fari með þér eitthvert kvöldið að leita af svona höndum??? ha ha En er til fólk sem er með tvær mismunandi hendur??? Þetta gæti orðið dálítið flókið ;) ha ha
Knús og kossar
Fríða vinkona
p.s.
endilega bjallaðu á mig þegar þú kemur til Eyja, þá getum við kannski skellt okkur á þröstinn og lundann til þess að skoða hendur;) og endur ;) nei djók!
Skrifa ummæli
<< Home