föstudagur, mars 30, 2007

Framhaldsnám

Jæja....umsóknarfrestur um Mastersnám í Kennaraháskólanum rann út í dag....og ég sótti um :
Er með eindæmum óákveðin týpa, málið er það að síðastliðin 4 ár hefur ég eytt talsverðum tíma á kvöldin/nóttunni og um helgar í að læra en ekki samt þannig að ég hafi ekki lifað lífinu...en ég sé marga kosti við að halda áfram núna en ég sé líka galla við það. Þótt námsefnið og lesefnið sem ég hef verið að lesa nýtist mér vel í starfinu er auðvitað margt annað tengt starfinu sem mig langar að gera en hef bara ekki tíma til þess af því ég er að lesa námsefnið...3-4 fög í einu!!
Svo það gefst sjaldan tími til að kafa ofan í efni sem mig langar að nýta mér í vinnunni, auðvitað ætti maður að hafa tíma til þess á vinnutíma en raunveruleikinn er ekki þannig. Svo í gær, þegar ég var að gera greinargerðina sem átti að fylgja umsókninni hugsaði ég þannig að kannski ætti ég bara að sleppa þessu og sinna betur minni vinnu og njóta þess....EN samt sendi ég inn umsókn og 5.maí fæ ég að vita hvort ég kemst inn eða ekki....

...talandi um maí....fyrir þá sem ekki vita er Josh Groban að koma til landsins og er með tónleika í maí og ég var sko búin að tryggja mér miða áður en miðasalan hófst....ætlaði sko ekki að missa af þessum snillingi og hvet þá sem ekki þekkja til hans að hlusta á diskana hans....(já já veit þeir eru svolítið væmnir...hehehe....) JIIIIII...hvað ég hlakka til í maí!!!

sunnudagur, mars 25, 2007

Meira nám??

Þetta veður er nú bara alveg að gera mann geggjaðan....hugga mig þó við það hvað tíminn líður hratt og áður en ég veit af verð ég komin til Tenerife að sleikja sólina, flatmaga við sundlaugina og slappa ærlega af!!

Maður er náttúrulega bara ekki í lagi....í desember var ég komin með svo mikinn námsleiða og var svo langt niðri að ég var meira að segja næstum alveg tilbúin til að hætta bara þá og þegar og ekki halda neitt áfram...þrátt fyrir að eiga einungis þessa einu önn eftir. Sem betur fer var ég ekki svo vitlaus því tíminn líður svo hratt og vinnan við verkefnin núna, eftir áramót bara skotgengur og við bara á aldeilis réttu róli, spýtum í lófana í þessari viku og næstu og þá er þetta bara komið. Lokaskil á lokaverkefninu er 2.maí...svo það styttist og styttist...mars alveg að verða búinn!!!
Nema hvað...ég er búin að hlakka svoooo mikið til þess að klára skólann og ætlaði sko aldeilis að njóta þess í botn að vera búin...en er allt í einu farin að skoða annað og/eða meira nám.

Nú snýst málið um það hvort ég ætti ekki bara að skella mér í Mastersnám í menntunarfræðum..bara svona á meðan maður er ennþá heitur????
Sumir vilja meina samt að Mastersnám sé fyrir "eldra" fólk, að maður ætti að vinna svolítið lengur og öðlast meiri reynslu fyrist, en aðrir segja að það sé ágætt að demba sér bara í þetta strax, á meðan maður er enn "heitur" og nennir að læra.
Er að velta þessu fyrir mér en lokafrestur er til 30.mars....allt í lagi svo sem að sækja um og sjá svo til.

Svo er það alltaf blessuð ítalskan sem mig langar til að klára...en það er meira svona bara minn draumur að rætast...hefur ekkert með atvinnu að gera.....

fimmtudagur, mars 22, 2007

Fyrirfram planað og ráðstafað

Fattaði það í dag að ég tek auka-viku í sumarfrí og næstum allt fríið mitt er fyrirfram planað. Ég er þannig gerð að mér finnst gott að vita hvernig hlutirnir eru og verða en mér finnst samt dálítið súrt að vita til þess að allt sé planað út í ystu æsar...þrátt fyrir að ég viti að það verður bara gaman hjá mér í sumarfríinu. Ég, Gréta og Óli erum að fara til Tenerife í 2 vikur og svo kemur ítalska fjölskyldan mín hingað í 2 vikur...og það verður gríðarlega gaman!!!

Leiðinlegast í heimi er samt þegar maður maður á von á peningum og er búinn að ráðstafa þeim áður en þeir berast manni....úfff....óþolandi :)

mánudagur, mars 19, 2007

Fermingar :)

Akkúrat í dag eru 18 ár síðan ég fermdist...jebb....19.mars 1989..á afmælisdaginn hennar ömmu Svönu og svo á líka Siggi Vídó félagi minn afmæli í dag...til hamingju með það kallinn minn ;)

Júbb...18 ár er vissulega nokkuð langur tími og GUÐ MINN GÓÐUR hvað hlutirnir hafa breyst....get ekki orða bundist yfir tískunni....jiii...margir fermingarkjólarnir...ef kjóla má kalla...kannski helst bara náttkjóla svei mér þá......ég veit ekki....mér finnst þetta ekki vera neitt gasalega smart.....bara einhverjir jogginggalla-kjólar með beltið alveg undir brjóstunum...sem eru stundum ekki einu sinni almennilega komin!!!!!!!!!!!! Fussum svei.....
En það er náttla ekkert að marka mig...ég var í JAKKFÖTUM...í vesti og jakka, skyrtu og klút, og klossuðum skóm þegar ég fermdist svo mér ferst víst að tala um fermingartískuna!!!!!!

Næstu 4 helgar fara í fermingar og brúðkaup.....ekki leiðinlegt..nema þegar kemur að því hverju maður á að klæðast!!! Get allavega sagt ykkur það...að það verður ekki jogginggallaefniskjóll með beltið undir brjóstunum, það er á hreinu!!!!!!!!!!!!

sunnudagur, mars 18, 2007

Mölbrotinn

Lá heima veik í 2 daga í síðustu viku og var svo heppin að vera þá nýbúin að fara á bókamarkaðinn í Perlunni...nennti engan veginn að lesa skólabækurnar á meðan ég var veik...svo ég las bókina Mölbrotinn eftir James Frey...og mikið svakalega er það svakaleg bók. James er mjög langt leiddur fíkill og nánast við dauðans dyr og lýsingarnar í bókinni eru all svakalegar á stundum...og allt er þetta sannsögulegt!!!!
Ég elska að lesa þannig bækur nema núna langar mig svo að vita meira um hann...bíð eftir framhaldinu....hehehehe...þótt það komi upplýsingar um hann fremst og aftast í bókinni þá er það ekki nóg!!!!!!!!!

Annars var ég að segja stelpunum frá þessari bók og var þá spurð af hverju og hvernig ég gæti lesið svona bækur??
Ég er gasalega lítið fyrir ástarsögur, get alveg ómögulega lesið Rauðu seríuna og eitthvað þannig, en hef ótrúlega gaman að fallegum sögum eins og Brýrnar í Madisonsýslu, Paolo Coelho bókunum og þannig, eitthvað sem er meira ekta.
Síðan hef ég virkilega gaman af allskyns spennusögum...en bækur eins og Mölbrotinn skilja mikið eftir sig, ég þakka Guði eða öðrum góðum vættum fyrir að vera EKKI fíkill.

Annars erum við mæðgur bara ferskar, Gréta sefur í sínu rúmi þar til svona um kl 04 þá kemur hún uppí til mömmu ;) svo það gengur bara betur en ég átti von á ;) auðvitað fóru samningaviðræður í gang og ég keypti himnasæng handa henni...var búin að lofa því fyrir langalöngu að hún mætti fá svoleiðis þegar hún færi að sofa í sínu rúmi og loforð er loforð...himnasængin fer upp þegar hún er búin að sofa í sínu rúmi í nokkra daga....sjáum hvað setur!!!!!!!!!!!

miðvikudagur, mars 14, 2007

Að sofa í sínu rúmi

Það jafnast ekkert á við að sofa í sínu eigin rúmi, það finnst mér allavega þótt ég geti nú sofið á hinum ýmsu stöðum án þess að kvarta. Ég keypti mér nýtt rúm ekki alls fyrir löngu og hlakkaði sko til að snúa mér og bylta og dreifa úr mér...en nei nei...dóttir mín, sem er að verða 7 ára...já ég veit....sefur alltaf hjá mömmu sinni og hún tekur ALLT plássið í rúminu!!!!!

Þannig er mál með vexti að þegar Gréta var nýfædd fékk ég ættarvögguna og alles og ætlaði sko Grétu að sofa þar, en nei nei, stelpan bara vaknaði alltaf þegar ég setti hana niður og ég skildi ekkert í þessu. Heimahjúkkan mín, sem var algert æði, sagðist vel skilja þetta, barnið væri búið að vera í 9 mánuði í maganum á mér, finna hlýjuna og ylinn og tvöfaldan hjartslátt allan þennan tíma og hún væri bara vön því að vera nálægt einhverjum. Allavega fór það þannig að Gréta svaf alltaf upp í, annars svaf hún ekki neitt og ég er ekki hlynnt því að láta börnin grenja og grenja bara til að þau sofi í sínu eigin rúmi, það er ekki minn stíll. Og mér fannst alltaf bara voðalega huggulegt að hafa hana hjá mér, og við vorum alveg sammála um það lengi vel.
Á tímabili var hennar rúm svo alveg upp við hjónarúmið og stundum og stundum ekki var hún færð í sitt rúm, sem hún fékk frá ömmu sinni og afa, og hún svaf þar stundum, stundum hluta úr nótt og stundum alla nóttina, þá teygði ég mig bara til hennar, því á tímabili svaf hún ekki heilan svefn heldur var alltaf óróleg í svefni.
Sumum finnst þetta eðlilegt, öðrum finnst þetta mjög óeðlilegt, en það skiptir mig engu máli. Ég geri bara það sem mér finnst og mér finnst allt í lagi að hafa hana uppí.

Gréta mín er að verða 7 ára og á þetta líka fína herbergi með þessu líka fína rúmi. Þegar við fluttum hingað var hún rosa dugleg að sofa í sínu rúmi í sínu herbergi í ca viku. En núna er ekki svo, hún er bara svo háð mömmu sinni og vill vera nálægt henni. En...hún er bara svo skrambi plássfrek og þótt rúmið hafi stækkað þá hefur líka tognað heldur betur úr henni og hún spriklar og sparkar svooo mikið í svefni...en samt finnst mér voða notó að hafa hana uppí :)

Í dag fór ég svo í herbergið hennar og tók svaka fínt til og þreif allt hátt og lágt. Síðan bjó ég um og á eftir fer sængin hennar og koddinn í hennar rúm og nú hefst tilraun II. Bara að tékka hvað ég kemst hehehehe
Eflaust á Gréta mín eftir að mótmæla harðlega og einhverjar samningarviðræður fara í gang, eins og alltaf þegar þetta umræðuefni ber á góma...og það er líka bara allt í lagi....eins og það er allt í lagi að hafa hann uppí, það er ekki eins og það pláss sé frátekið!!!!!!!!!!!!!!!!

sunnudagur, mars 11, 2007

Gæsapartý og meira brall ;)


Jæja...kjellingin bara búin að vera ein í kotinu um helgina, Gréta skrapp með pabba sínum og Birnu í sveitina. Það hentaði vel þar sem það var mikið um að vera hjá kjellu um helgina ;)

Á föstudaginn komu eyjaskvísurnar með Þóru Hallgríms í bæinn og gæsuðu hana, stelpugreyið var sett í fáránlegan kjól og sett á hana fáránleg hárkolla og hún látin leika gínu í búðargluggum á Laugarveginum...þær skelltu sér svo í Bláa Lónið og þar tók ekki betra við hjá Þóru minni, henni var skellt í rósóttan krumpusundbol...og armkúta og þannig mátti hún spóka sig um í Lóninu :)
Ég hitti þær nú ekki fyrr en um kl 21.00 á TGI Friday´s í Smáralind og þá var stelpan komin í fjólubláan kjól (sem reyndar er tískuliturinn um þessar mundir..hehehe) með hvítum doppum!!
Allar vorum við svo með spöng með kanínum á en Þóra með silfurlituð skrattahorn og slör!!!!!!
Þóra er náttúrulega frábær karakter og bara eitt eintak til af henni, hún tók þessu öllu vel og gerði allt sem til var ætlast og meira en það, held hún hafi notið sín í botn sem gæs!!!!

Við skelltum okkur svo allar saman á Sálarball á Players og skemmtum okkur vel, alltaf gaman á Sálinni og sérstaklega í þessum hópi þar sem við vorum nú vanar að fara á ÖLL Sálarböll í eyjym hér í denn...það rifjuðust upp ansi margar minningar þetta kvöld!!!

Í gær rölti ég svo Laugarveginn með Ingunni, við settumst niður á Café París og fengum okkur kakó/latté og vöfflu og kíktum svo í Kolaportið. Að því loknu skutumst við aðeins í Kringluna og mín bara skellti sér á kjól í Cosmo :) ótrúlega margt um að vera framundan (Þóra að gifta sig, Sara frænka að fermast, ég að útskrifast...) og því ágætt að finna eitthvað við hæfi, fyrr en seinna!!
Við skelltum okkur svo á Pizza Company og borðuðum geggjaða pizzu....þær klikka sko ekki pizzurnar þar og síðan var haldið á Broadway þar sem mér áskotnuðust 2 miðar á sýninguna Tina Turner tribute með þeim Siggu Beinteins og Bryndísi Ásmunds. Þetta var hin besta skemmtun og Bryndís bara frábær sem Tina Turner.

Í morgun var það svo ræktin kl 11.15 og svo skellti ég mér bara í ljós, ekki farið í ljós í háa herrans tíð og það var kærkomin afslöppun....eftir alla athafnasemi helgarinnar....er að spá í að bregða mér í bíó á eftir....

fimmtudagur, mars 08, 2007

Hospital window

Fékk þetta í tölvupósti og þar sem ég er sökker fyrir svona sögum um um þessar mundir ákvað ég að láta hana flakka:

A great note for all to read - it will take just 37 seconds, and couldchange your thinking.

Two men, both seriously ill, occupied the same hospital room. One man was allowed to sit up in his bed for an hour each afternoon to help drain the fluid from his lungs. His bed was next to the room's only window. The other man had to spend all his time flat on his back. The men talked for hours on end. They spoke of their wives and families, their homes, their jobs, their involvement in the military service and where they had been on vacation. Every afternoon when the man in the bed by the window could sit up, he would pass the time by describing to his room mate all the things he could see outside the window. The man in the other bed began to live for those one hour periods where his world would be broadened and enlivened by all the activity and color of theworld outside. The window overlooked a park with a lovely lake. Ducks and swans played on the water while children sailed their model boats. Young lovers walked arm in arm, a midst flowers of every colour and a fine view of the city skyline could be seen in the distance. As the man by the window described all this in exquisite detail, the man on the other side of the room would close his eyes and imagine the pictures scene. One warm afternoon the man by the window described a parade passing by. Although the other man couldn't hear the band, he could see it in his mind's eye as the gentleman by the window portrayed it with descriptive words. Days and weeks passed. One morning, the day nurse arrived to bring water for their baths only to find the lifeless body of the man by the window, who had died peacefully in his sleep. She was saddened and called the hospital attendants to take thebody away. As soon as it seemed appropriate, the other man asked if he could be moved next to the window. The nurse was happy to make the switch, and after making sure he was comfortable, she left him alone. Slowly, painfully, he propped himself up on one elbow to take his first look at the real world outside. He strained to slowly turn to look out the window beside the bed. It faced a blank wall. The man asked the nurse what could have compelled his deceased roommate who had described such wonderful things outside this window. The nurse responded that the man was blind and could not even see the wall. She said, "Perhaps he just wanted to encourage you."

Epilogue: There is tremendous happiness in making others happy, despite our own situations. Shared grief is half the sorrow, but happiness - when shared is doubled. If you want to feel rich, just count all the things you have that money can't buy."Today is a gift, that's why it is called the present."

miðvikudagur, mars 07, 2007

Bækur, eina ferðina enn....

...ó já, skellti mér á bókamarkaðinn í Perlunni í dag og keypti mér nokkrar bækur. Finn að ég er að þroskast og eldast því einu sinni gat ég ekki lagt bók frá mér nema klára hana, meira segja ef að mér fannst hún leiðinleg, en sl. viku hef ég verið að berjast við einhverja bók sem er bara svo drulluleiðinleg að ég er hætt að nenna að lesa hana...sérstaklega þar sem ég keypti mér svo áhugaverðar bækur í dag.
Þessar bækur er Mölbrotinn, Þú ert þinnar gæfu smiður og Leyfðu mér að segja þér sögu. Gréta valdi sér svo bókina spurningabókina Gettu enn!!!!

Nýja náttborðið mitt er svooo geggjað....það komast fullt af bókum Á það og líka OFAN Í, það er svooo Írisar-legt að það hálfa væri nóg...og ég er svooo skipulögð að þær bækur sem ég er að lesa eru Á borðinu og þær sem eru næstar á dagskrá eru Í skúffunni (3 stk ítalskar bækur sem ég ætla að lesa í vor/sumar...jibbý)

Ég er búin að vera að lesa Dale Carnegie bókina, Lífsgleði njóttu og þrátt fyrir að hún fjalli svolítið um líf viðskiptamanna þá getur maður tengt það við svo sitt eigið líf og ég sé það betur og betur að ótti og áhyggjur eru minn versti óvinur, ég er alltaf með áhyggjur, sérstaklega af því sem GÆTI gerst en gerist svo kannski aldrei og það er hreint óþolandi!!
Ég var að fá mér samloku um daginn, í samlokugrillinu mínu, og ég er sérlega passasöm upp á að taka svona rafmagnstæki úr sambandi (er allsstaðar með fjöltengi með slökkvirofa....) og ég tók samlokugrillið úr sambandi. Klukkutíma seinna var ég á leiðinni í Þorlákshöfn að sækja pabba og Grétu og þar sem mér leið vel og hafði ekkert um að hugsa fór ég að hugsa um hvort ég hefði nú ekki örugglega tekið helv...grillið úr sambandi!!!!!!!!
Þar og þá skapaði ég mér algerlega óþarfan ótta og hrikalega vanlíðan og ímyndunaraflið lék algerlega lausum hala......ég svitnaði í lófunum og sá innbúið mitt fyrir mér í brunarústum!!!!
Ó já...ég er svo svakalega klikk...að það hálfa væri nóg!!!!!!!!!

Eins og með rafmagnstæki...það hefur nú kviknað í ófáum sjónvörpum og þvottavélum og þannig, og ég slekk alltaf á sjónvarpinu mínu, sko á tækinu sjálfu og líka á fjöltenginu og stundum, þegar ég er komin upp í og nenni ekki að fara og slökkva á sjónvarpinu þá hugsa ég: vá, týpískt að ég slökkvi ekki á sjónvarpinu eins og ég geri ALLTAF að það myndi þá kvikna í því!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Úfffffff....hvað ég er svakalega klikk......er að reyna að lesa mér til um svona sjálf-skapandi-skaðandi-ótta-áhyggju-líf......losna ekki við þetta........en þó líður mér ekki alltaf svona sko...þá væri ég komin á hæli....og hætti nú þessu væli!!!!!!!!11

laugardagur, mars 03, 2007

Tarot spil...

Ég hef tvisvar á ævinni látið leggja fyrir mig tarot spil og í bæði skiptin hafa lagnirnar verið sannspáar...ef svo má segja.

Seinna skiptið var samt mikið ótrúlegra og ólíklegra til að rætast en viti menn.....sko...þannig er mál með vexti að þegar við Ingunn fórum til Rómar í nóvember og vorum að rölta um í áttina að Piazza Navona sáum við mann sem var að leggja Tarot spil og Ingunn vildi endilega prófa....hún byrjaði og það var ótrúlega margt sem gaurinn sagði við hana sem stóðst akkúrat á þeirri stundu...ég er svo fegin að það er kominn mars til þess að sjá hvort hinir hlutirnir rætist hjá henni....en þeir eru á góðri leið með að gera það...dúddírúddí!!!!

En...svo var röðin komin að mér...og gaurinn sér eitthvað spil sem hann talar um og segir mér að í byrjun árs (2007), svona frá janúar-apríl komi maður inn í mitt líf, maður úr fortíð minni, einhver sem ég átti í sambandi við eða átti góð samskipti við. Hann sé ekki mikið breyttur og komi með einhverjum hætti aftur inn í mitt líf. Ég fussaði og sveiaði og taldi ekkert til í þessu en Ingunn var með tvær hugmyndir, útilokuðum strax aðra en hin var svo ólíkleg og ótrúleg að ég hugsaði ekki einu sinni um hana.

Nema hvað....fyrir 4 dögum fékk ég sms....frá manni úr minni fortíð, manni sem ég átti gott samband við fyrir 11 árum og ég hef ekki heyrt frá honum né nokkuð til hans spurt í 9 ár!!!!!!
En þarna var það, sms, algerlega óvænt og ég svaraði því og fékk þá óvænna símtal frá þessum sama manni. Hann er ekki íslenskur og fór þvílíkar krókaleiðir til þess að finna mig....eftir öll þessi ár. Síðastliðin kvöld höfum við spjallað mikið á msn og unnið upp tapaðan tíma og þetta er hreint út sagt svo ótrúlega lygilegt.....sérstaklega vegna Tarot-spilanna og mannsins sem lagði þau, og að það skuli hafa verið í Róm vegna þess að minn tími með þessum manni var einmitt á Ítalíu!!!!

Nú hef ég ekki verið trúgjörn á stjörnuspár og Tarot spil og þess háttar en verð víst eitthvað að endurskoða það!!!

En hvað þýðir þetta?? Eru þetta örlög??? Eru Tarot spil ekki bara leikur??

Ég varð bara og er enn alveg orðlaus.....gerist ekki oft að ég haldi kjafti..hehehehe.....