Framhaldsnám
Jæja....umsóknarfrestur um Mastersnám í Kennaraháskólanum rann út í dag....og JÁ ég sótti um :
Er með eindæmum óákveðin týpa, málið er það að síðastliðin 4 ár hefur ég eytt talsverðum tíma á kvöldin/nóttunni og um helgar í að læra en ekki samt þannig að ég hafi ekki lifað lífinu...en ég sé marga kosti við að halda áfram núna en ég sé líka galla við það. Þótt námsefnið og lesefnið sem ég hef verið að lesa nýtist mér vel í starfinu er auðvitað margt annað tengt starfinu sem mig langar að gera en hef bara ekki tíma til þess af því ég er að lesa námsefnið...3-4 fög í einu!!
Svo það gefst sjaldan tími til að kafa ofan í efni sem mig langar að nýta mér í vinnunni, auðvitað ætti maður að hafa tíma til þess á vinnutíma en raunveruleikinn er ekki þannig. Svo í gær, þegar ég var að gera greinargerðina sem átti að fylgja umsókninni hugsaði ég þannig að kannski ætti ég bara að sleppa þessu og sinna betur minni vinnu og njóta þess....EN samt sendi ég inn umsókn og 5.maí fæ ég að vita hvort ég kemst inn eða ekki....
...talandi um maí....fyrir þá sem ekki vita er Josh Groban að koma til landsins og er með tónleika í maí og ég var sko búin að tryggja mér miða áður en miðasalan hófst....ætlaði sko ekki að missa af þessum snillingi og hvet þá sem ekki þekkja til hans að hlusta á diskana hans....(já já veit þeir eru svolítið væmnir...hehehe....) JIIIIII...hvað ég hlakka til í maí!!!