sunnudagur, mars 11, 2007

Gæsapartý og meira brall ;)


Jæja...kjellingin bara búin að vera ein í kotinu um helgina, Gréta skrapp með pabba sínum og Birnu í sveitina. Það hentaði vel þar sem það var mikið um að vera hjá kjellu um helgina ;)

Á föstudaginn komu eyjaskvísurnar með Þóru Hallgríms í bæinn og gæsuðu hana, stelpugreyið var sett í fáránlegan kjól og sett á hana fáránleg hárkolla og hún látin leika gínu í búðargluggum á Laugarveginum...þær skelltu sér svo í Bláa Lónið og þar tók ekki betra við hjá Þóru minni, henni var skellt í rósóttan krumpusundbol...og armkúta og þannig mátti hún spóka sig um í Lóninu :)
Ég hitti þær nú ekki fyrr en um kl 21.00 á TGI Friday´s í Smáralind og þá var stelpan komin í fjólubláan kjól (sem reyndar er tískuliturinn um þessar mundir..hehehe) með hvítum doppum!!
Allar vorum við svo með spöng með kanínum á en Þóra með silfurlituð skrattahorn og slör!!!!!!
Þóra er náttúrulega frábær karakter og bara eitt eintak til af henni, hún tók þessu öllu vel og gerði allt sem til var ætlast og meira en það, held hún hafi notið sín í botn sem gæs!!!!

Við skelltum okkur svo allar saman á Sálarball á Players og skemmtum okkur vel, alltaf gaman á Sálinni og sérstaklega í þessum hópi þar sem við vorum nú vanar að fara á ÖLL Sálarböll í eyjym hér í denn...það rifjuðust upp ansi margar minningar þetta kvöld!!!

Í gær rölti ég svo Laugarveginn með Ingunni, við settumst niður á Café París og fengum okkur kakó/latté og vöfflu og kíktum svo í Kolaportið. Að því loknu skutumst við aðeins í Kringluna og mín bara skellti sér á kjól í Cosmo :) ótrúlega margt um að vera framundan (Þóra að gifta sig, Sara frænka að fermast, ég að útskrifast...) og því ágætt að finna eitthvað við hæfi, fyrr en seinna!!
Við skelltum okkur svo á Pizza Company og borðuðum geggjaða pizzu....þær klikka sko ekki pizzurnar þar og síðan var haldið á Broadway þar sem mér áskotnuðust 2 miðar á sýninguna Tina Turner tribute með þeim Siggu Beinteins og Bryndísi Ásmunds. Þetta var hin besta skemmtun og Bryndís bara frábær sem Tina Turner.

Í morgun var það svo ræktin kl 11.15 og svo skellti ég mér bara í ljós, ekki farið í ljós í háa herrans tíð og það var kærkomin afslöppun....eftir alla athafnasemi helgarinnar....er að spá í að bregða mér í bíó á eftir....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home