Bækur, eina ferðina enn....
...ó já, skellti mér á bókamarkaðinn í Perlunni í dag og keypti mér nokkrar bækur. Finn að ég er að þroskast og eldast því einu sinni gat ég ekki lagt bók frá mér nema klára hana, meira segja ef að mér fannst hún leiðinleg, en sl. viku hef ég verið að berjast við einhverja bók sem er bara svo drulluleiðinleg að ég er hætt að nenna að lesa hana...sérstaklega þar sem ég keypti mér svo áhugaverðar bækur í dag.
Þessar bækur er Mölbrotinn, Þú ert þinnar gæfu smiður og Leyfðu mér að segja þér sögu. Gréta valdi sér svo bókina spurningabókina Gettu enn!!!!
Nýja náttborðið mitt er svooo geggjað....það komast fullt af bókum Á það og líka OFAN Í, það er svooo Írisar-legt að það hálfa væri nóg...og ég er svooo skipulögð að þær bækur sem ég er að lesa eru Á borðinu og þær sem eru næstar á dagskrá eru Í skúffunni (3 stk ítalskar bækur sem ég ætla að lesa í vor/sumar...jibbý)
Ég er búin að vera að lesa Dale Carnegie bókina, Lífsgleði njóttu og þrátt fyrir að hún fjalli svolítið um líf viðskiptamanna þá getur maður tengt það við svo sitt eigið líf og ég sé það betur og betur að ótti og áhyggjur eru minn versti óvinur, ég er alltaf með áhyggjur, sérstaklega af því sem GÆTI gerst en gerist svo kannski aldrei og það er hreint óþolandi!!
Ég var að fá mér samloku um daginn, í samlokugrillinu mínu, og ég er sérlega passasöm upp á að taka svona rafmagnstæki úr sambandi (er allsstaðar með fjöltengi með slökkvirofa....) og ég tók samlokugrillið úr sambandi. Klukkutíma seinna var ég á leiðinni í Þorlákshöfn að sækja pabba og Grétu og þar sem mér leið vel og hafði ekkert um að hugsa fór ég að hugsa um hvort ég hefði nú ekki örugglega tekið helv...grillið úr sambandi!!!!!!!!
Þar og þá skapaði ég mér algerlega óþarfan ótta og hrikalega vanlíðan og ímyndunaraflið lék algerlega lausum hala......ég svitnaði í lófunum og sá innbúið mitt fyrir mér í brunarústum!!!!
Ó já...ég er svo svakalega klikk...að það hálfa væri nóg!!!!!!!!!
Eins og með rafmagnstæki...það hefur nú kviknað í ófáum sjónvörpum og þvottavélum og þannig, og ég slekk alltaf á sjónvarpinu mínu, sko á tækinu sjálfu og líka á fjöltenginu og stundum, þegar ég er komin upp í og nenni ekki að fara og slökkva á sjónvarpinu þá hugsa ég: vá, týpískt að ég slökkvi ekki á sjónvarpinu eins og ég geri ALLTAF að það myndi þá kvikna í því!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Úfffffff....hvað ég er svakalega klikk......er að reyna að lesa mér til um svona sjálf-skapandi-skaðandi-ótta-áhyggju-líf......losna ekki við þetta........en þó líður mér ekki alltaf svona sko...þá væri ég komin á hæli....og hætti nú þessu væli!!!!!!!!11
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home