fimmtudagur, mars 22, 2007

Fyrirfram planað og ráðstafað

Fattaði það í dag að ég tek auka-viku í sumarfrí og næstum allt fríið mitt er fyrirfram planað. Ég er þannig gerð að mér finnst gott að vita hvernig hlutirnir eru og verða en mér finnst samt dálítið súrt að vita til þess að allt sé planað út í ystu æsar...þrátt fyrir að ég viti að það verður bara gaman hjá mér í sumarfríinu. Ég, Gréta og Óli erum að fara til Tenerife í 2 vikur og svo kemur ítalska fjölskyldan mín hingað í 2 vikur...og það verður gríðarlega gaman!!!

Leiðinlegast í heimi er samt þegar maður maður á von á peningum og er búinn að ráðstafa þeim áður en þeir berast manni....úfff....óþolandi :)

1 Comments:

At 5:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Alveg sammála með peningana , rosalega gaman að vera búin að plana eitthvað rosa skemmtilegt en að eyða peningunum áður en maður fær þá er svona frekar súrt!!!
En rosa verður gaman hjá ykkur í sumar.

Kveðja Köben

 

Skrifa ummæli

<< Home