Fermingar :)
Akkúrat í dag eru 18 ár síðan ég fermdist...jebb....19.mars 1989..á afmælisdaginn hennar ömmu Svönu og svo á líka Siggi Vídó félagi minn afmæli í dag...til hamingju með það kallinn minn ;)
Júbb...18 ár er vissulega nokkuð langur tími og GUÐ MINN GÓÐUR hvað hlutirnir hafa breyst....get ekki orða bundist yfir tískunni....jiii...margir fermingarkjólarnir...ef kjóla má kalla...kannski helst bara náttkjóla svei mér þá......ég veit ekki....mér finnst þetta ekki vera neitt gasalega smart.....bara einhverjir jogginggalla-kjólar með beltið alveg undir brjóstunum...sem eru stundum ekki einu sinni almennilega komin!!!!!!!!!!!! Fussum svei.....
En það er náttla ekkert að marka mig...ég var í JAKKFÖTUM...í vesti og jakka, skyrtu og klút, og klossuðum skóm þegar ég fermdist svo mér ferst víst að tala um fermingartískuna!!!!!!
Næstu 4 helgar fara í fermingar og brúðkaup.....ekki leiðinlegt..nema þegar kemur að því hverju maður á að klæðast!!! Get allavega sagt ykkur það...að það verður ekki jogginggallaefniskjóll með beltið undir brjóstunum, það er á hreinu!!!!!!!!!!!!
3 Comments:
Mér finnst eins og ég hafi fermst í gær! eða kannsi fyrradag þá...
Og ég hitti nú einmitt Guðný vinkonu þína í dag og hún er að fara að ferma... pældu í því!
Já pældu í því...jiiii...og svo eru bara fermingar annað hvert eða hvert ár héðan í frá í vinahópnum....er þetta lið ekki bara orðið gamalt???
Hahaha...eins gott maður var svona seinn að þessu öllu saman :)
Mér finnst þú bara ung... og skil eiginlega ekkert í því hvernig allt þetta unga fólk geti átt svona stálpuð börn... ;)
Skrifa ummæli
<< Home