Meira nám??
Þetta veður er nú bara alveg að gera mann geggjaðan....hugga mig þó við það hvað tíminn líður hratt og áður en ég veit af verð ég komin til Tenerife að sleikja sólina, flatmaga við sundlaugina og slappa ærlega af!!
Maður er náttúrulega bara ekki í lagi....í desember var ég komin með svo mikinn námsleiða og var svo langt niðri að ég var meira að segja næstum alveg tilbúin til að hætta bara þá og þegar og ekki halda neitt áfram...þrátt fyrir að eiga einungis þessa einu önn eftir. Sem betur fer var ég ekki svo vitlaus því tíminn líður svo hratt og vinnan við verkefnin núna, eftir áramót bara skotgengur og við bara á aldeilis réttu róli, spýtum í lófana í þessari viku og næstu og þá er þetta bara komið. Lokaskil á lokaverkefninu er 2.maí...svo það styttist og styttist...mars alveg að verða búinn!!!
Nema hvað...ég er búin að hlakka svoooo mikið til þess að klára skólann og ætlaði sko aldeilis að njóta þess í botn að vera búin...en er allt í einu farin að skoða annað og/eða meira nám.
Nú snýst málið um það hvort ég ætti ekki bara að skella mér í Mastersnám í menntunarfræðum..bara svona á meðan maður er ennþá heitur????
Sumir vilja meina samt að Mastersnám sé fyrir "eldra" fólk, að maður ætti að vinna svolítið lengur og öðlast meiri reynslu fyrist, en aðrir segja að það sé ágætt að demba sér bara í þetta strax, á meðan maður er enn "heitur" og nennir að læra.
Er að velta þessu fyrir mér en lokafrestur er til 30.mars....allt í lagi svo sem að sækja um og sjá svo til.
Svo er það alltaf blessuð ítalskan sem mig langar til að klára...en það er meira svona bara minn draumur að rætast...hefur ekkert með atvinnu að gera.....
3 Comments:
Mér finnst þankinn um að sækja um og sjá svo til- mjög góður ;)
sammála Fríðu Hrönn...stundum þarf maður smá pásu í að hugsa ekki um lærdóm og skóla. En svo er líka gott að drífa sig á meðan maður er enn ferskur ;-)
Er samt hægt að fara beint í Mastersnám eftir B.Ed. nám, alltaf talað um að þurfi að vinna í 2 ár samfleytt að námi loknu áður en hægt sé að sækja um?
Kannski öðruvísi með fjarnám þar sem fólk er oftast að vinna með.
Knús frá sólinni í DK (rifjar upp Köbenferðina okkar ;-)
Flott hjá þér. Auðvitað áttu að sækja um og svo sérðu bara til.
En með ítölskuna vá þú hefur svo langann tíma, þegar að Gréta verður eldri þá bara skellið þið ykkur til Ítalíu í einhvern tíma og þú tekur þetta með stæl. Hvar er betra að læra þetta en á Ítalíu??
Kveðjur úr sólinni í Köben
Skrifa ummæli
<< Home