miðvikudagur, mars 14, 2007

Að sofa í sínu rúmi

Það jafnast ekkert á við að sofa í sínu eigin rúmi, það finnst mér allavega þótt ég geti nú sofið á hinum ýmsu stöðum án þess að kvarta. Ég keypti mér nýtt rúm ekki alls fyrir löngu og hlakkaði sko til að snúa mér og bylta og dreifa úr mér...en nei nei...dóttir mín, sem er að verða 7 ára...já ég veit....sefur alltaf hjá mömmu sinni og hún tekur ALLT plássið í rúminu!!!!!

Þannig er mál með vexti að þegar Gréta var nýfædd fékk ég ættarvögguna og alles og ætlaði sko Grétu að sofa þar, en nei nei, stelpan bara vaknaði alltaf þegar ég setti hana niður og ég skildi ekkert í þessu. Heimahjúkkan mín, sem var algert æði, sagðist vel skilja þetta, barnið væri búið að vera í 9 mánuði í maganum á mér, finna hlýjuna og ylinn og tvöfaldan hjartslátt allan þennan tíma og hún væri bara vön því að vera nálægt einhverjum. Allavega fór það þannig að Gréta svaf alltaf upp í, annars svaf hún ekki neitt og ég er ekki hlynnt því að láta börnin grenja og grenja bara til að þau sofi í sínu eigin rúmi, það er ekki minn stíll. Og mér fannst alltaf bara voðalega huggulegt að hafa hana hjá mér, og við vorum alveg sammála um það lengi vel.
Á tímabili var hennar rúm svo alveg upp við hjónarúmið og stundum og stundum ekki var hún færð í sitt rúm, sem hún fékk frá ömmu sinni og afa, og hún svaf þar stundum, stundum hluta úr nótt og stundum alla nóttina, þá teygði ég mig bara til hennar, því á tímabili svaf hún ekki heilan svefn heldur var alltaf óróleg í svefni.
Sumum finnst þetta eðlilegt, öðrum finnst þetta mjög óeðlilegt, en það skiptir mig engu máli. Ég geri bara það sem mér finnst og mér finnst allt í lagi að hafa hana uppí.

Gréta mín er að verða 7 ára og á þetta líka fína herbergi með þessu líka fína rúmi. Þegar við fluttum hingað var hún rosa dugleg að sofa í sínu rúmi í sínu herbergi í ca viku. En núna er ekki svo, hún er bara svo háð mömmu sinni og vill vera nálægt henni. En...hún er bara svo skrambi plássfrek og þótt rúmið hafi stækkað þá hefur líka tognað heldur betur úr henni og hún spriklar og sparkar svooo mikið í svefni...en samt finnst mér voða notó að hafa hana uppí :)

Í dag fór ég svo í herbergið hennar og tók svaka fínt til og þreif allt hátt og lágt. Síðan bjó ég um og á eftir fer sængin hennar og koddinn í hennar rúm og nú hefst tilraun II. Bara að tékka hvað ég kemst hehehehe
Eflaust á Gréta mín eftir að mótmæla harðlega og einhverjar samningarviðræður fara í gang, eins og alltaf þegar þetta umræðuefni ber á góma...og það er líka bara allt í lagi....eins og það er allt í lagi að hafa hann uppí, það er ekki eins og það pláss sé frátekið!!!!!!!!!!!!!!!!

3 Comments:

At 11:53 e.h., Blogger Unknown said...

Ha ha- þetta er frábært pistill:) Þetta er einmitt svona á mínu heimili- mæðgurnar sofa alltaf saman í rúmin... Nema hvað núna sofum við reydar orðið stundum 3 í rúminu... Þetta er reyndar pínu fyndið þar sem ég er "farin að sofa á milli" ;) Ég get svo svarið það... maður er bara alveg að opna sig hérna... ég sef oftast í náttbuxum og hlýrabol... spurning hvort það sé hægt að uppljóstra einhverju fleirru???

Knús og kossar til þín systa mín:o*

 
At 9:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja Íris, hvað segirðu er hún ekki annars að verða 7 ára. Ég held að það sé kominn tími til fara að klippa á strenginn.
Svo er líka spurning hvort er þetta erfiðara fyrir hana eða þig????
En í alvöru maður á ekki að gera þetta það er bara svo einfalt.

Kveðja Köben

 
At 10:54 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja nú bíður maður bara spenntur eftir framhaldinu...hvort hún sofi í sínu rúmi eftir að mamma var svona dugleg að gera herbergið hjá prinsessunni svona flott og fínt?!
Það verður nú þrengra um ykkur þegar þriðji aðilinn sefur líka í þessu rúmi...og þá líka spurning um hvort mamman vilji nokkuð hafa svona stóra stelpu upp í rúmi með mömmu og nýja manninum ;-0

 

Skrifa ummæli

<< Home