sunnudagur, mars 18, 2007

Mölbrotinn

Lá heima veik í 2 daga í síðustu viku og var svo heppin að vera þá nýbúin að fara á bókamarkaðinn í Perlunni...nennti engan veginn að lesa skólabækurnar á meðan ég var veik...svo ég las bókina Mölbrotinn eftir James Frey...og mikið svakalega er það svakaleg bók. James er mjög langt leiddur fíkill og nánast við dauðans dyr og lýsingarnar í bókinni eru all svakalegar á stundum...og allt er þetta sannsögulegt!!!!
Ég elska að lesa þannig bækur nema núna langar mig svo að vita meira um hann...bíð eftir framhaldinu....hehehehe...þótt það komi upplýsingar um hann fremst og aftast í bókinni þá er það ekki nóg!!!!!!!!!

Annars var ég að segja stelpunum frá þessari bók og var þá spurð af hverju og hvernig ég gæti lesið svona bækur??
Ég er gasalega lítið fyrir ástarsögur, get alveg ómögulega lesið Rauðu seríuna og eitthvað þannig, en hef ótrúlega gaman að fallegum sögum eins og Brýrnar í Madisonsýslu, Paolo Coelho bókunum og þannig, eitthvað sem er meira ekta.
Síðan hef ég virkilega gaman af allskyns spennusögum...en bækur eins og Mölbrotinn skilja mikið eftir sig, ég þakka Guði eða öðrum góðum vættum fyrir að vera EKKI fíkill.

Annars erum við mæðgur bara ferskar, Gréta sefur í sínu rúmi þar til svona um kl 04 þá kemur hún uppí til mömmu ;) svo það gengur bara betur en ég átti von á ;) auðvitað fóru samningaviðræður í gang og ég keypti himnasæng handa henni...var búin að lofa því fyrir langalöngu að hún mætti fá svoleiðis þegar hún færi að sofa í sínu rúmi og loforð er loforð...himnasængin fer upp þegar hún er búin að sofa í sínu rúmi í nokkra daga....sjáum hvað setur!!!!!!!!!!!

5 Comments:

At 4:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nú ætla ég að vera alveg svakalega leiðinleg og eyðileggja ánægjuna fyrir þér...Ég hef lesið þessa bók og eins og þú þá varð ég mjög forvitin um þennan mann... Ég googlaði gæjann og komst að því að hann hefur lent í mjög miklu veseni út af þessari bók... Það kom í ljós að gaurinn hafði bara skáldað stóran hluta af frásögninni og þetta var algjört hneyksli í Bandaríkjunum. Oprah hafði t.d mælt með þessari bók í bókaklúbbnum sínum en dró hana út þegar upp komst um James Frey. Sorry hvað ég er hörmó að eyðileggja fyrir þér lesturinn en svona er þetta bara......

 
At 4:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Duglegar mæðgur, en segðu mér hver er ástæðan að það er verið að taka á þessu núna er einhver annar að koma í staðinn fyrir Grétu í rúminu þínu ?????

kv Köben

 
At 5:48 e.h., Blogger IrisD said...

Í alvöru Ragna Jenný....djöfulsins djöfull....eins gott samt að ég var búin með bókina...ohhhh...nú finnst mér þetta vera algert svindl...ojojojoj!!!!!

Nei nei Lilja mín, það er enginn að koma í Grétu pláss í mínu rúmi, þetta er bara "forvarnarstarf" hehehehe...ef ske kynni að einhver myndi einhvern tímann koma í þetta pláss :)

 
At 8:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sammála ykkur Rögnu Jenný, djös djöfull... ég varð líka hundfúl út i hann fyrir að skálda þetta!

Annars langar mig að benda þér á bækur Njarðar P. Njarðvík um son hans Frey sem er/var (veit ekki hver statusinn á honum er í dag) heróínsjúklingur. Hef lesið fyrri bókina Ekkert mál og hún var sjokkerandi þar sem hún fjallar um venjulegan íslenskan strák sem allt í einu er orðinn heróínfíkill í Köben. Seinni bókin heitir Eftirmál en ég hef ekki lesið hana..
Kv. Beta

 
At 8:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð að viðurkenna að ég gafst upp á þessari bók... ég er ekki alveg í stuði þessa dagana fyrir svona svakalegar lýsingar... Það liggur við að ég sé fegin að vita að þetta var skáldað... takk Ragna ;)

Hafið þið prófað að setja töflu á ísskápinn og safna stjörnum eða límmiðum ... virkar oft betur að hafa árangurinn sýnilegan :)

Kv. Lauga

 

Skrifa ummæli

<< Home