föstudagur, desember 22, 2006

Ég verð "heima" um jólin...

"...að vera heima um jólin er eini draumur minn..." eins og hún Kristjana Stefáns syngur svo ákaflega fallega. Fyrir mér er heima um jólin sko heima hjá mömmu og pabba í Vestmannaeyjum en eins og frægt er hafa veðurguðirnir verið að sýna sínar verstu hliðar undanfarna daga og ætla að halda því áfram í viku í viðbót sýnist mér þá er mér spurn...."Ég verð heima um jólin" ætli það verði þá ekki bara mitt eigin heimili þessi jólin??? Ég get svo svarið það að ég er alveg tilbúin til þess að vera bara hér heima með Grétu, bara við tvær (þar sem ég tel ólíklegt að bræður mínir séu jafn miklir aular og ég og láti veðurguðina stjórna lífi þeirra) EN öllum öðrum finnst það eitthvað hræðilegt og á ég mörg heimboð inni ef svo illa fer að ég kemst ekki til eyja. EN ég afþakka þau öll hér með og verð HEIMA HJÁ MÉR ef ég kemst ekki til mömmu og pabba.
Heyrði samt leikarann góðkunna Örn Árnason segja að jólin væru ekki tími tilraunastarfsemi í eldhúsinu svo það yrði fróðlegt að sjá jólamatinn á þessu heimili...eins gott að eiga nóg af pasta bara...hehehehe..

Gréta mín er ekkert alltof sátt við þá hugmynd að vera bara einar heima....hún fór með mömmu og pabba að velja jólatré síðustu helgi og þegar ég sagði henni að kannski kæmust við ekki til eyja og yrðum þá bara að vera hér heima leit hún á mig með tárin í augunum og sagði bara: með hvaða jólatré????"

Allavega....er búin að ná mér í sjóveikitöflur...eða öllu heldur töflur við veltiveiki (muahhhh), og búin að fá hin ýmsu ráð og ýmsar hvatningar, takk fyrir það!!!
Eigum sem sagt þá pantað með skemmtiferðaskipinu í hádeginu á morgun, vonum að veðrið verði gengið niður og það verði smá pása rétt á meðan skipið drattast yfir...ef ekki þá verð ég hér!!!

Fylgist með sögunni endalausu um Írisi umkomulausu....hehehehehe...

Jólakveðjur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home