Óli bróðir minn...
...á 35 ára afmæli í dag.
Það fyndna er að hann var búinn að tala mikið og lengi um það að hann ætlaði ekki að halda neitt upp á afmælið, kannski bara vera með fjölskyldu-brunch sl. sunnudag eða eitthvað bara létt. En annað kom á daginn....honum var komið svona skemmtilega á óvart og kostaði það mikið skipulag og reddingar og mikið PLAT...enda maðurinn alltaf eitthvað upptekinn!!!
Hann fór með matarklúbbnum sínum út á Álftanes að borða og ætlaði sko aldeilis bara að vera rólegur en allt í einu þakka matarklúbbsfélagarnir honum fyrir kvöldið og senda hann út í leigubíl!!! Óli ætlaði ekkert að fara neitt en fékk engu ráðið og var sendur af stað...og hann vissi ekkert hvert hann var að fara....svitn svitn!!!!!!!!!!!!!!
Bíllinn tók stefnuna niður í bæ, á Red Chili, þar sem vinir og vandamenn komu Óla á óvart og þá meina ég á óvart...hann var alveg grunlaus og vissi ekkert....enda varð hann eins og kjáni þegar hann kom. Við tókum á móti honum með blöðrum, söng og smá skrauti auk drykkja!!!
Mamma var með geggjaða myndasýningu og þetta lukkaðist allskostar vel!!!
Elsku Óli minn...til hamingju með daginn. Það var ótrúlega gaman að geta komið þér svona á óvart þar sem þú ert alltaf að gera allt fyrir alla aðra. Þú ert bara yndislegur og ég þakka fyrir að þú skulir vera bróðir minn!!!
Njóttu lífsins og þess sem það færir þér elskan!
Lovjú!!!!
3 Comments:
Til hamingju með brósa ;-)
Gengur ekki annars vel að læra?
Love ya skvís
Til hamingju með Óla bróðir þinn:)Og jeminn eini hvað hann er hepinn að eiga svona góða að sem halda risa-partý;)
Sendu honum Knús og kossa frá mér:o*
Kveðja
Fríða sys
Til hamingju með bróðir þinn... Kemur mér ekki á óvart að hann er bogmaður...;) Hann var algjört æði hérna heima hjá mér þegar hann greiddi okkur mæðgum á brúðkaupsdeginum hennar Oddnýjar... Það fylgir honum einhver svona jákvæð orka...
cool gæ...
Skrifa ummæli
<< Home