fimmtudagur, desember 21, 2006

Skemmtisigling í vændum...

...eða hitt þó heldur.
Aldrei á ævinni hef ég óskað þess jafn heitt að mamma ætti heima hér í Reykjavík...eða bara Selfossi, Suðurnesjum, Akranesi eða bara einhversstaðar nær mér en Vestmannaeyjum.
Málið er það að ég gjörsamlega HATA að fara með Herjólfi þegar eitthvað er að veðri og þessa dagana og næstu daga er meira en lítið að veðrinu. Og ég sef ekki af kvíða við að fara í Herjólf :(

Mamma sendi mér sms í dag þar sem þetta er annar dagurinn í sömu vikunni sem Herjólfur fer ekki seinni ferð (og segir það nú ýmislegt um veðurfarið) og sagðist ekkert kæra sig um að við værum að þvælast þetta í þessu klikkaða veðri...og þá er nú mikið sagt því yfirleitt er það mamma sem kallar það aumingjaskap að láta sig ekki hafa það að fara með skipinu. EN nú hefur þetta snúist við því pabbi og ég peppum yfirleitt hvort annað upp í aumingjaskapnum og vorkennum okkur voðalega að þurfa að fara með skipinu...en nei nei...nú er pabbi bara harður og segir að ég sé nú orðin fullorðin og eigi nú að geta ferðast með skipinu þótt það sé eitthvað að veðri.....EITTHVAÐ AÐ VEÐRI en suðvestan 31 m/sek er sko svolítið MEIRA en eitthvað að veðrinu....það er hreinasti viðbjóður ojojojojoj. Og ekki lagast það þegar ég tala við Didda bróður....hann bara hneykslast á mér og segir að það hafi aldrei neinn dáið í Herjólfi!!!!!!

Ég veit það alveg og auðvitað eru 3-4 klukkutímar í klikkuðu veðri ekkert mikið til að geta eytt jólunum í faðmi fjölskyldunnar, en það er erfitt að vera ÉG og vera með kvíðahnút og niðurgang í marga daga áður en ég fer með skipinu....er að velta fyrir mér (sko...orðið VELTA er bara mjög ofarlega í huga mér....hehehehe) svefntöflu...og/eða sjóveikistöflu...og hvernig er með það fyrir Grétu...og mig náttúrulega. Einhver með reynslu af því???????????????

Anyway.....er búin að kaupa allar jólagjafir, pakka þeim inn (og líka fyrir Didda) skrifa og senda jólakortin svo þetta er allt að smella.
Nú á ég bara eftir að henda í 1-2 þvottavélar og pakka niður og svo er það bara skemmtisigling annað kvöld...ef það verður fært!!!!

Oh...vildi að þetta væri skemmtisigling í Karabíska hafinu.....

2 Comments:

At 10:17 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Kæra Íris. Það er ekkert mál að taka inn fenigan töflu og fara svo í koju, þær eru vægar en fá mann til að losna við kvíðahnútinn í maganum. Ég hef tekið svoleiðis inn ásamt því að gefa mínu barni líka. No problemó. Góða ferð og í dag er fínasta veður hérna í eyjum. Kær kveðja frá bjargvætti

 
At 10:46 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég vona að þú sjáir þetta áður en þú ferð í skipið. Það hefur reynst mér best að gefa strákunum eina skeið af pektólíni (hóstameðalinu). Það er róandi í því og snarvirkar og þeir mega taka það. Þeir steinsofna og finna lítið fyrir ferðinni eftir að hafa tekið pektólínið inn. Ég hef meira að segja tekið eina skeið ef veðrið er mjög slæmt. Ertu ekki með klefa?
Leiðinlegt með veðrið, systkini mín og mágur er líka á leiðinni með skipinu í dag ef veður leyfir ;-0
Góða ferð mæðgur ;-)

 

Skrifa ummæli

<< Home