föstudagur, desember 01, 2006

Já já já....

OK....sumum finnst ég vera eitthvað neikvæð....pirruð....jafnvel bara geðvond og þá segi ég nú bara hingað og ekki lengra...ok....og nú kemur jákvæður pistill.

Próflesturinn gengur svona líka lygilega vel, ég er með það alveg á hreinu hvað z-gildi er, og tilgátuprófun, hvernig ég get reiknað % hlutfall af normaldreifðum einkunnum og svona....allt í sóma í Aðferðarfræðinni.....ó sei sei já....

Jólin eru að koma...sem er jákvætt....þá eyðir maður fullt af peningum og tíma í að leita að viðeigandi jólagjöfum...

Jólasveinarnir fara að koma...uppfullir af frábærum hugmyndum og koma með svona líka frábæra og nytsama hluti í skóinn...og barnið mitt verður ennþá stilltara fyrir vikið!!! (ætti kannski frekar að setja p í staðinn fyrir t í stilltara.................)

Á jólunum fer ég alltaf til Vestmannaeyja og þannig verður það einnig í ár svo ég á í vændum siglingu með skemmtiferðaskipinu Herjólfi þar sem ég hef nú þegar pantað borð í veislusalnum sem og svítuna með plasma sjónvarpinu og heimabíóinu og rafmagnsrúminu....

Desember uppbótin mætt í hús og sem betur fer fer helmingurinn af henni í skatta sem það gerir það að verkum að:
  • ég losna við samviskubitið sem nístir mig af því ég keyri um á nagladekkjum...sorry....og eyði þar með malbikinu sem kostar margar milljónir að laga...sorry
  • að ég þarf ekki að borga alltof mikið þegar ég fer til læknis
  • ég mun geta haft það gott í ellinni
  • ég borga minna fyrir matvöruna
  • og margt margt fleira sem óþarft er að telja hér upp en okkur er öllum kunnugt um!!

Jólahlaðborð með vinnunni í kvöld...Mmmmmm...maturinn á Hereford klikkar ekki frekar en vinskapur og samverustund með vinnufélögunum...nú sé ég LOKSINS það jákvæðasta ;)

....sem sagt....Íris horfir á björtu hliðarnar og er svona líka jákvæð.....ekki voga ykkur að segja annað!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

2 Comments:

At 10:57 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Yes loksins kom þarna jákvæða hliðin sem ég vissi að væri þarna einhvers staðar.
Svona já hleyptu henni bara alveg út, ja bara af því að það eru að koma jól.

 
At 2:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Brava ragazza :)
Það er alltaf gaman að fara í Pollýönnuleik og þú veist það.
Kv. Ingunn

 

Skrifa ummæli

<< Home