þriðjudagur, desember 19, 2006

..jólin eru að koma???

...eða hvað??

Ég get svarið fyrir það að mér finnst engan veginn eins og jólin séu að koma...kannski af því að ég er ekki búin að taka allsstaðar til, ekki búin að skreyta, ekki búin að baka, enginn snjór úti, og allt bara eitthvað svo öðruvísi en vanalega.

Sko það sem ég hef þó afrekað síðan ég kláraði prófin er að:
  • taka jólakortamynd af Grétu
  • skrifa öll jólakortin
  • fá sinaskeiðabólgu á háu stigi
  • kaupa næstum allar jólagjafirnar
  • eyða fullt af peningum
  • taka til í herberginu hennar Grétu
  • sækja pakka á pósthúsið
  • pakka inn gjöfunum sem eru tilbúnar
  • kaupa jólasokkabuxur og jólaskó á Grétu

það sem ég hef hins vegar ekki afrekað er að baka, skreyta og taka til....en þetta með baksturinn...mamma er búin að gera 7 sortir og ég verð það um jólin, mamma er búin að skreyta hátt og lágt og ég verð þar öll jólin, mamma er búin að taka til og ég verð þar um jólin...svo að gera þetta allt hér heima hjá mér er bara tvíverknaður...ekki satt??

Allavega...búin að mörgu en ekki búin að sumu, líður samt bara vel og tek þessu öllu með stóískri ró þar sem ég náði aðferðarfræðiprófinum með stæl!!!!!!!!!!!!!!!

5 Comments:

At 2:39 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með aðferðafræðina!!!

 
At 4:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með prófið, vissi að þú myndir rúlla þessu upp Íris mín ;-)
Ég er einmitt hérna hinum megin og eiginlega ekkert búin að baka og það er svona það helsta sem mig vantar til að fá enn meiri jólastemningu ;-0
En við fórum aftur á móti í dagsferð til Þýskalands sl. helgi og það er ekki hægt að gera allt...svo eru líka fínar smákökur til í búðunum er þa´ki?;-)

 
At 11:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hammó með aðferðarfræðina- algjör snild!!! Ég man einmitt enþá hvað ég var glöð þegar ég náði henni! :) Bara gaman!

En mikið er ég glöð að sjá að þú kemur hingað um jólin- vona að ég sjái ykkur mæðgur eitthvað.
Knús!!!

Fríða sys

 
At 4:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með aðferðarfræðina.. Glæsilegt hjá þér.. Mér finnst þú svaka dugleg fyrir jólin..:) Ég er búin að liggja hér í gubbupest. Ekki mjög jólalegt það!!! Prísaðu þig sæla..... Annars þá óska ég ykkur mæðgum gleðilegra jóla. Hafið það gott úti í Eyjum....

 
At 10:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ elsku íris mín og til hamingju með aðferðafræðina bara snilld já þetta er bara svo boring fag og tala nú ekki um bara að ná því ég var líka í fögnuði að ná snillldd og enn og aftur til Hamingju með það og náðir þú ekki barn familý barnvernd og staðið í vettvangsnáminu heheheheh þá eru bara tvær eftir siðfræðin og samskipti og stjórnun. Það verður nú fínt að fá þær en við þurfum bara að bíða þar til í janúar eins og allt í khí ekki satt
en gleðileg jól kella mín og vertu nú ekki að stressa þig fyrir þessi blessuðu jól þau koma alltaf þrátt fyrir að vera ekki búin að þrífa, baka og það allt. Það er nú ekki mikið um ljós hér í köben en ég er nú búin að skreyta hvern glugga hátt og lágt og held að það halda allir að ég sé á sérsamning hjá rafmagnsveitunni hehehehhehehhehe
Kveðja frá Köbensku vinkonu þinni Ingu Rokk

 

Skrifa ummæli

<< Home