10 jákvæðir hlutir
Þegar ég var eitthvað niðurdregin hér um daginn fékk ég comment frá Lilju vinkonu í Köben þar sem henni leist ekkert á þessa "deprimeruð" mína (ji Lilja, manstu eftir þessu orði og hvað við notuðum það hér í denn????) og hún sagði að ef ég myndi líta í kringum mig þá væri hún viss um að ég fyndi 10 jákvæða hluti!!
Ok...þegar maður dettur í svona neikvæðni pakka sér maður oft bara það neikvæða...en það er svo merkilegt að af þessu neikvæða lærir maður oft að verða jákvæður. Ég veit það samt að manni má alveg líða illa stundum og vera deprimeraður, þótt það sé til fólk sem hefur það verr en ég...og ég minnist orða einstaks manns þegar hann spurði mig: Íris, skítur þú fyrir aðra??
Það eru ákveðnar bloggsíður sem ég les alltaf, þær eru auðvitað eins misjafnar og þær eru margar en í kvöld las ég 2 síður þar sem fólk sem á við veikindi að stríða og er vart hugað mikið lengra líf er að skrifa og þar sem ég las þetta með tárin í augunum skammaðist ég mín niður í rassg......og fór að hugsa með jákvæða hluta heilans...og Lilja...hér koma 10 JÁKVÆÐUSTU HLUTIRNIR:
1. Gréta mín....yndislega vel gefið og heilbrigt barn
2. Heilsa og hreysti mitt og minna nánustu
3. Bræður mínir...með þeim sannast að ber er hver að baki nema sér bróður eigi....Diddi minn kom hér kl 05.15 til að passa Grétu og koma henni í skólann þegar ég skrapp til Rómar og þegar ég kom heim frá Róm var Óli hér að passa!!!!!
4. Vinir mínir....ég á frábæra vini og vandamenn...allir alltaf boðnir og búnir að gera allt fyrir mig!!
5. Vinnustaðurinn minn...þar fæ ég næstum allt sem ég þarf....vináttu, hvatningu, umburðarlyndi, og hollan og góðan mat!!!
6. Heimilið mitt
7. Msn....án þess veit ég ekki hvar ég væri...gott að vita af einhverjum öðrum þarna hinumegin við skjáinn og gaman að hafa komist í samband við gamla vini og kunningja gegnum msn
8. Tónlist...eitt það besta sem ég veit um
9. Bækur jafnast fátt á við skítaveður og góða bók...hrikalega hlakka ég til jólanna!!
10. Vodka í magic...muahhhhhhhhh
Játs...þetta var bara nokkuð létt....og þrátt fyrir að mér hafi gengið HÖRMULEGA í prófinu í morgun þá er ég bara jákvæð og glöð í hjartanu...í dag var pása frá lærdómnum og ég setti upp pínu jólaskraut en svo er bara harkan og lærdómurinn á morgun og næstu daga þar sem síðasta prófið er á miðvikudaginn!!!
Svo segi ég bara eins og andarunginn Engilráð...inn með sælu-út með sút!!!!
5 Comments:
og......risa knús í þetta hús!
Ekki satt? Kv. Herdís
góður Íris...gangi þér vel í síðasta prófinu þínu ;-)
flott hjá þér, dugleg stelpa og stundum þarf maður erfiðleika annarra til að rífa sig upp. Skrýtið en satt.
Hafðu það gott
P.s þér gekk alltaf "illa" í prófum.
Hæ sæta:)
Er búin að vera endalaust að hugsa til þín þessa dagana- er netsambandslaus heima en kíki alltaf á síðuna þína hér í vinnunni;)
Knús og kosar frá Eyjum:o*
Fríða sys
Já mér líst vel á þetta númer 10.. það er líka ofarlega á list hjá mér. heheh. Nei við höfðum það hrikalega gott þótt við gleymum því stundum.. en er það ekki bara allt í lagi??? og í guðana bænum Íris.. ekki skíta fyrir aðra.
Kv. Ingunn
Skrifa ummæli
<< Home