fimmtudagur, desember 07, 2006

X

Ji...bara af því að ég er búin að finna mig, jákvæðnina og gleðina í hjarta mínu ætla ég að deila með ykkur ótrúlega óþörfum upplýsingum en um leið að sýna fram á að börnin læra það sem fyrir þeim er haft.....

...þannig er mál með vexti að ég var forfallinn sjónvarpssjúklingur...hef lagast þó nokkuð og er það náminu að þakka...en alla vega....sko...þegar ég fékk Birtu og Sjónvarpsdagskrána las ég þessu blöð spjaldanna á milli og X-aði við það sem ég ætlaði að horfa á!!!!!!!!!!!!!
Hvað finnst ykkur um það?? Hehehehe
Það auðveldaði mér að muna hvað það var sem ég ætlaði að horfa á og á hvaða stöð það var!!!!
Þetta geri ég reyndar líka við Bókatíðindi....x-a við þær bækur sem mig langar að lesa....og núna er svo komið að Gréta er líka farin að gera þetta....nú situr þessi elska og X-ar við í Bókatíðindum, Leikbæjarbæklingum, Einu sinni var-bæklingnum og fleiri auglýsingarbæklingum sem gjörsamlega hrynja inn um lúguna!!!!
Já...sjaldan fellur eplið langt frá eikinni!!!!

En þetta með X-in datt mér í hug núna þar sem ég sit og læri formúlur fyrir meðaltal, staðalfrávik, Z-gildi, aðhvarfsjöfnu og t-próf eins úrtaks....en þar er einmitt allt fullt af X-um!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home