Í sumar fékk 6 ára gömul dóttir mín gsm síma frá pabba sínum. Þetta var "gamall" sími sem hann átti og án þess að ráðgast við mig lét hann hana hafa hann ásamt númeri og inneign, þannig að þennan síma gæti hún notað í alvörunni.
Ég var ekki par hrifin og sagði bæði honum og henni að ég kæmi ekki nálægt þessu og mér þætti þetta alveg út í hött (mjög fullorðinslegt og þroskað, ég veit), hún væri bara 6 ára gömul og kynni ekkert með þetta að fara, þetta væri alltof mikil ábyrgð fyrir hana að passa þetta og týna honum ekki. Auk þess sem hún dundaði sér við það á meðan við rúntuðum um landið með mömmu og ítölunum í sumar að senda ömmu sinni sem sat í framsætinu sms!!!!!!!!! Eyðandi inneigninni í leik og vitleysu
Ég var svo neikvæð út í þetta og skammaðist mín eiginlega fyrir það að 6 ára gömuol dóttir mín ætti gsm síma sem væri alvöru og hann var jafnflottur og minn!!!!
Síðan í sumar kom það upp að Gréta vildi fá að fara með nokkrum stelpum úr hverfinu á skólalóðina. Ég var ekkert of æst í að leyfa henni það enda við nýfluttar í hverfið og maður þekkti ekkert þessar stelpur og hún ekki vel kunnug hverfinu og svona, en ég enda svo á því að leyfa henni að fara. Síðan sé ég að nokkrar af stelpunum eru komnar aftur en ekki Gréta. Svo ég fer að leita að henni og um leið fer ég að hugsa um að ef við færum á mis hvað myndi þá gerast?? Myndi hún bíða fyrir utan þar til ég kæmi aftur eða færi hún að leita að mér og við myndum fara á mis enn og aftur???
Þegar ég kom á skólalóðina var hún þar og við röltum saman heim og þá fór ég að ræða þetta við hana og sagði að ef hún fengi að fara svona mætti hún ekki fara eitthvað annað nema láta mig vita og svo útskýrði ég fyrir henni að við værum náttúrulega bara tvær og ef ég færi að leita að henni og hún að mér myndum við fara á mis og hvað myndi þá gerast??
Þá kom þessi elska með þá lausn að hún ætti náttúrulega bara að vera með símann á sér, þá gæti hún hringt í mig og látið mig vita hvar hún væri og ég gæti hringt í hana ef ég þyrfti að ná í hana!!!!!!!!!!
Fyrst fannst mér þetta út í hött en ef maður spáir í það er það kannski ekki svo vitlaust. Svona er nútíminn og ég verð víst bara að sætta mig við það, þótt gamaldags sé!!!!
Auðvitað er það fín laus, ef hún fer með hópi af krökkum á skólalóðina og svo vilja þau fara á leikskólalóðina þá er auðveldara fyrir hana að hringja og láta mig vita heldur en hlaupa heim í hvert skipti sem hún vill fara af einum stað á annan.
Eins með þessa aumingja sem eru að bera sig fyrir litlum stelpum á leikvöllum, eða reyna að lokka þau með sér, þá er síminn auðvitað öryggisatriði, það er ekki hægt að horfa framhjá því.
Það var einu sinni næstum liðið yfir mig og Gréta var vitni að því og við vorum sem betur fer í Vestmannaeyjum hjá mömmu og pabba en ekki bara tvær heima. Eftir þetta var Gréta svolítið stressuð í hvert sinn sem ég stóð upp og ég var sjálf svolítið stressuð því við vorum bara tvær. Við ræddum um 112 og hvað hún gæti gert ef það myndi líða yfir mig, og einu sinni vorum við í Öskjuhlíð og ég spurði Grétu hvað hún myndi gera ef það myndi líða yfir mig og hún sagði strax að hún myndi ná í símann og hringja í 112 og segja hvað hefði gerst og hvar við værum.
Hún er klár stelpa og hefur mikið fiktað í símanum sínum og bróðir hennar hefur líka kennt henni aðeins á hann og hún "kann" svo sem að fara með hann. Hún var bara farin að senda fólki sms og bjóða því í heimsókn og mat og svona án þess að spyrja kóng eða prest :) og svo voru hún og mamma óstöðvandi í sms-sendingum á tímabili.
Mistökin sem við gerðum kannski í upphafi var að setja ekki einhverjar notkunarreglur um símann. Við gerðum það svo seinna og núna er símanotkun Grétu ekkert vandamál og hún sættir sig alveg við að fá ekki alltaf að hafa hann.
Og ég er að snúast yfir á þá hlið að þetta sé bara allt í lagi, þegar ég var í Tallin og í Róm fannst mér voða gott að geta sent sms til hennar beint, en ekki til Þóris og láta hann lesa það fyrir hana og líka svo gaman að hún svari sjálf.
Auðvitað eru misjafnar skoðanir á þessu en núna finnst mér þetta í lagi, sérstaklegar þegar hafa verið settar reglur um notkun!!!!!