miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Stóri dagurinn...

...nei nei...ekki misskilja neitt...ég er ekki að fara að gifta mig :) heldur er fyrsti skóladagur einkadóttur minnar á morgun...Almáttugur...litla barnið mitt er að fara í þetta stóra hús með öllu þessu fólki og öllum þessum börnum, öllu þessu opna svæði...er engin áfallahjálp fyrir foreldra í mínum sporum???

Hehehe...nei nei....mamman róaðist nú aðeins í dag...við Þórir fórum með Grétu í viðtal hjá kennaranum og okkur leist öllum mjög vel áhana, hún hefur kennt við skólann í 9 ár og það veitti manni öryggistilfinningu. Ég hef ekki miklar áhyggjur af Grétu minni námslega séð, hún er sterk á því sviði enda löngu löngu farin að lesa (hún er að lesa Pál Vilhjálmsson!!!!), skrifa og er núna að reikna...svo margt af því sem þau læra í 1.bekk er þegar komið hjá henni.

Leikskólinn er allt öðruvísi, minni, meira fólk með færri börn, lokað svæði og miklu verndaðari finnst manni. Við fórum ekki í heimsókn í skólann í vor þar sem við vissum ekki hvar við myndum búa...og svo er verið að byggja við skólann svo við höfum ekki enn skoðað skólastofuna eða neitt þannig. Svo það gerist allt í fyrramálið.

Mikil spenna er því í loftinu og litla músin mín búin að máta skólatöskuna, finna til nestisboxið og vatnsbrúsann, setja nýja pennaveskið sem pabbi hennar gaf henni í dag í skólatöskuna svo það er allt tilbúið. EN.....þegar dúllan mín var komin upp í rúm og var um það bil að sofna kom það....hún byrjaði að gráta og segjast vera illt í maganum og svo kom það: ég er hrædd við að fara í skóla!!
Alveg átti ég von á þessu og eflaust er eitthvað af þessu mér að kenna....en ég stappaði í hana stálinu og við ræddum þetta fram og til baka og komumst að því að það er í lagi að vera hræddur við eitthvað sem maður þekkir ekki og á morgun og hinn kynnist hún skólanum og hvað á að gera...hún sagðist líka vera hrædd um að vita ekki hvað hún eigi að gera :(
Já þetta er meira en að segja það...ég ætti nú að vita það....10 ára flutti ég til Vestmannaeyja og fór í nýjan skóla þar sem ég þekkti engann og fannst þetta allt ömurlegt....hvernig er það þá þegar maður er bara 6 ára og getur ekki almennilega gert grein fyrir því hvað er að gerast í kollinum á manni?????

Held nú samt að þetta sé meiri spenningur er hræðsla og vona að morgundagurinn verði bjartur og fagur og verði mér og dóttur minni eftirminnilegur :)

3 Comments:

At 11:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Æi hún Gréta mín er svo mikil dúlla en svo klár líka að maður hefur eiginlega ekkert velt fyrir sér að hún sé hrædd við þetta, en hún á eftir að spjara sig pottþétt vel, enda vel gefin og af góðu fólki komin þessi elska ;)

 
At 8:48 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

æi ég kannast ekkert smá við þetta, mér leið nákvæmlega eins í febrúar þegar að Jasmín byrjaði í skóla. Þetta á eftir að ganga mjög vel og þú veist nú að þegar að börn byrja á leikskóla þá er það erfiðara fyrir foreldrana heldur enn börnin og ég held það það sé nákæmlega sama með skólann. Það er svo erfitt að sleppa þeim.
Ég sé að þú ert búin að fá mailið mitt
liljabj@mail.dk

 
At 6:38 e.h., Blogger Kolla said...

Sæl Íris
Takk fyrir síðast..
Var jú búin að lofa að kvitta inn á síðunni hjá þér..
Miðað við það sem þá sagðir mér í afmælinu hjá Didda af dóttur þinni þá mun henni örugglega ganga mjög vel..

 

Skrifa ummæli

<< Home