miðvikudagur, ágúst 30, 2006

21 dagur

Í bókinni Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn er komið inn á að brjótast úr viðjum vanans og tileinka sér nýjan lífsstíl. Þannig er nú mál með vexti að mér þykir afskaplega gott að sofa á morgnana og það myndi henta mér að mæta í vinnu svona upp úr kl.10 en ég myndi samt ekkert endilega vilja vinna til kl. 20.00 í staðinn.
Í þessari mögnuðu bók, sem ég hvet alla til að lesa, er sagt að það taki mann 21 dag að breyta út af einum vana og tileinka sér annan.

Mér þykir ekkert betra en að sofa og morgnarnir eru því ekki minn uppáhaldstími...allavega ekki fyrir kl.7 en ég hef oft óskað þess að ég væri þessi morguntýpa sem fer á fætur, fær sér kaffi....eða safa í mínu tilfelli, og les blöðin og svona og kemur þar afleiðandi afar fersk í vinnu...en nei...Halakotsgenin mín eru of sterk til þess að þetta verði að veruleika!!! Það versta er að Gréta er að verða svona og það er hræðilegt að vekja hana á morgnana...kemur vel á vondann!!!!!

Þegar Gréta var í leikskólanum voru morgnarnir hér stundum erfiðir, við nýttum hverja mínútu sem við gátum til að SOFA og kúra og vorum oft að fara fram úr á síðustu sekúndu...en þar sem við þurftum ekki að hafa áhyggjur af morgunmat eða nesti þá þurftum við bara að klæða okkur og bursta tennur og hár og út!!!

Nú er öldin heldur betur önnur...nú þarf Gréta að borða morgunmat áður en hún fer í skólann og hún er svolítið lík mömmu sinni með það að hún fer ekki bara á fætur og fer að borða...nei báðar þurfum við svolítinn tíma á fótum áður en við borðum. Svo er að smyrja nesti og gera allt það sem þarf að gera á morgnana.
Svo núna er engin miskun...klukkan hringir 06.50 og það má bara snooza einu sinni = Nýr vani!
Morgunsjónvarpið er ekki minn uppáhaldsþáttur en hann nær að halda manni vakandi og svo er það PINGU, sem hefur bjargað mér á hverjum morgni hingað til...Gréta rífur sig upp þegar ég segi henni að Pingu sé alveg að fara að byrja = nýr vani
Vona bara að það haldi áfram eða það alla vega komi þá eitthvað jafnspennandi í staðinn.

Fyrstu morgnarnir voru nokkuð erfiðir og sérstaklega þar sem ég er gjörn á að vaka lengi, annað hvort í tölvunni, að læra eða að lesa, því ég veit ekkert betra en að lesa aðeins þegar ég er komin upp í, og fer því aldrei að sofa fyrir miðnætti. En núna er þetta bara að verða að vana og samt ekki komnir nema 5 dagar...þannig að kannski verð ég orðin morguntýpan eftir 21 dag eða svo???

2 Comments:

At 6:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð að plata þig til að versla þessa bók í Fríhöfninni þegar þú kemur út Íris mín. Fullt af góðri visku þar sem maður getur nýtt sér ;-)
Mér finnst líka ofsalega gott að fá að kúra aðeins lengur, sérstaklega um helgar ef hægt er (ef kallinn tekur annan morguninn). Mér finnst samt ekkert mál að vakna snemma, þó svo ég fari seint að sofa, sem er oftast í kringum miðnættið og oft lengur. Mér leið samt allra best þegar ég vaknaði snemma á morgnana og fór út að hlaupa og því þurfti ég að fara fyrr að sofa á kvöldin. Mér fannst dagurinn nýtast betur en samt er svo mikið sem þarf að gera á kvöldin...eins og að smyrja 4 nestispakka fyrir skóla- og leikskólafólkið á heimilinu ;-0
Við smyrjum á kvöldin og nestið í fínu lagi og ekki alveg eins brjálað að gera á morgnana þó nóg sé nú samt.
Jæja ritgerðin búin...loksins þegar ég kíki á þig þá er bara endalaust blaður - sjáumst eftir viku í Köben skvís!

 
At 8:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Blessuð og sæl Íris mín. já það hefði verið gaman að vera með ykkur í innilotuni en við komum nú í þá næstu ekki spurning og þá verðum við sko að gera eitthvað en það væri bara gaman að hitta ykkur í Köben. Bara skemmtu þér ógeðslega vel og massaðu þetta alveg til agna ehhehehehe
kveðja Inga í khi eða Inga Rokk

 

Skrifa ummæli

<< Home