Tómlegt
Skrapp með ítalana til eyja um helgina og enn lék veðrið við okkur...þar til við komum upp í Stórhöfða og leituðum að hellinum þar...þá helltist þokan yfir og byrjaði að rigna en það var allt í lagi þar sem við vorum búin að skoða allt það helsta. Svo mætti sólin aftur í gærmorgun og þá var eyjan eins falleg og hún nú er!!!
Komum aftur í bæinn í gærkvöldi og þá fóru ítalarnir mínir að pakka og svo var brottför héðan kl. 4.10 stundvíslega!! Mín fór auðvitað á fætur til að fylgja gestunum úr hlaði og það er ekki hægt að segja annað en það hafi verið frekar tómlegt í morgun...bara við mæðgurnar heima :(
Þessar tvær vikur hafa liðið fljótt enda hefur verið mikið að gera við að kynna land og þjóð, svara ótrúlegustu spurningum, bera saman Ísland og Ítalíu, rifja upp ítölskuna, læra ný orð, kenna þeim íslensk orð og annað. Þetta tekur nú samt svolítið á, að hafa fjóra útlendinga inni á heimilinu, hugsa og tala annað tungumál og þýða fyrir aðra og svona...hafði gott og gaman af því og vil hér um leið þakka þeim sem hafa jafn mikið jafnaðargeð og eru jafngestrisnir og ég fyrir það sem þeir gerðu fyrir mig og mína gesti....án ykkar hefði ég orðið gjaldþrota!!!!!!!!
Engillinn minn hún Jóhanna og hann Jói frændi sem yfirleitt eru bara tvö í heimili en hýstu okkur Grétu, mömmu og fjóra gesti mína (plús Tryggva frænda og 5 vini hans í eina nótt) og leyfði okkur að nota eldhúsið sitt, þvottavélina, og BAÐHERBERGIÐ að vild :) þúsund þakkir engill!!
Mamma mín sem var með mér alla ferðina og las fyrir mig úr vegahandbókinni, eldaði góðan mat, skipulagði og raðaði í bílinn, passaði og lék við Grétu og tók svo á móti okkur öllum í Eyjum um helgina og eldaði al-íslenska og vestmanneyska rétti...slátur, lunda, kjötsúpu og fisk, pönnukökur, bananatertu og fleira og fleira....takk mamma mín!!
Pabbi minn...takk fyrir þolinmæðina og ráðgjöf við að hjálpa mér að skipuleggja hringferðina og benda mér á staði sem nauðsynlegt var að sýna ítölunum...og staði sem nauðsynlegt er líka fyrir íslendinga að sjá!! Takk fyrir lambalærið og allt hitt pabbi minn!!
Diddi bróðir...takk fyrir að skjótast í Þorlákshöfn að sækja okkur og lána okkur bílinn sinn....takk kjallinn minn :) og panta taxa!!
Óli bróðir...takk fyrir það hugrekki að bjóða fjórum ítölskum heimsmeisturum upp á PIZZU á Íslandi...fyrsta skipti sem ítalarnir borða pizzu í öðru landi en heimalandi sínu og ef ég á að segja alveg satt þá voru þau öll mjög hrifin...svo Pizza Company er málið í pizzum hér.....og takk Óli líka fyrir Walkie talkie...það var alveg að gera sig á ferðalaginu!!!
Ester og Einar fyrir að taka á móti okkur, leyfa okkur að nota netið, bjóða okkur te og kex....lána okkur Bjarna bíl (takk Bjarni) og fara með okkur í hellaskoðun í Eyjum....takk Sara fyrir að tékka á þessu með hestana!!
Biggi og Helga...takk fyrir lánið á kæliboxinu og svefnpokunum!!
Birgitta...takk fyrir lánið á dýnunum!!
Síðast en ekki síst....Gréta mín...takk fyrir að vera besta barn í heimi, það er ekki auðvelt fyrir 6 ára stelpu sem er vön að hafa mömmu sína útaf fyrir sig alltaf að þurfa að deila henni með fjórum ítölum sem allir voru mikið að tala og spyrja og mamman mikið að tala annað tungumál og alltaf eitthvað að gera. Gréta er búin að standa sig eins og hetja, arka upp á fjöll, labba í kringum vötn, arka eftir göngustígum og tína ber, skoða fugla, fara í hvalaskoðun og traktorsferð og ég veit ekki hvað og hvað og sitja í bíl í 2020 kílómetra.....þar sat þessi elska og teiknaði myndir, spilaði hringingar í símanum, hlustaði á i-pod-inn og söng hástöfum og kvartaði nánast ekkert....þú ert náttúrulega bara best elskan!!!
Allt þetta ferðalag tekur auðvitað á og ég neita því ekki að maður er svolítið þreyttur og stjörnuspáin mín í gær hittir beint í mark:
Þegar þú ert búin að gera allt sem þú þurftir að gera er kominn tími til að hvíla sig. Þú átt það svo sannarlega skilið enda er annasömu tímabili að ljúka. Leyfðu þér að njóta lífsins áður en næsta vinnutímabil hefst.
Ef þetta eru ekki orð að sönnu...ég á þessa viku eftir í fríi og ætla sko að eyða henni í notalegar stundir með Grétu minni....því í næstu viku byrjar skólinn hjá okkur BÁÐUM!!!!
1 Comments:
Já það mætti segja að þið mæðgur séuð bara hetjur og alveg frábært framlag hjá þér Íris í ferðamálabransann hérna á Íslandi! Takk fyrir að þakka mér og þakka þér fyrir að vera uppáhaldssystir mín;)
Skrifa ummæli
<< Home