Menningarnótt
Vaknaði í morgun, við mæðgur skelltum okkur í sturtu og svo skellti Gréta sér í Latabæjarbolinn og síðan var brunað í bæinn til að taka þátt í Latabæjarmaraþoni Glitnis.....jæts....þvílíkt mikið af fólki og var farið af stað í mörgum hollum eftir upphitun.
Mér finnst alltaf svolítið spes þegar svona er gert fyrir börn, þarna var Jónsi, Solla stirða og Íþróttaálfurinn en svo gasalega mikið af fólki að upphitunun fór svolítið fyrir ofan garð og neðan og börnin sáu bara ekki neitt. Þannig að lítið var um upphitun hjá minni stelpu sem gerði ekki annað en biðja mig um að halda á sér eða taka sig á háhest.
En það er víst gamla góða mottóið AÐ VERA MEÐ sem gildir og við brunuðum af stað í maraþonið...jú jú...mamman skellti sér auðvitað með því fjöldinn var svo mikill að ég þorði ekki að láta hana fara eina af hættu við að finna hana bara ekki aftur að loknu hlaupi, og þetta gekk svona líka vel, Gréta bara hljóp nánast alla leið og skemmti sér konunglega og ekki minnkaði gleðin þegar hún tók við gúmmí-verðlaunapening með mynd af Sollu og Íþróttaálfinum...svo það sannast enn og aftur að lítið er ungs manns gaman!!
Síðan tók við löööng bið í KB banka til að fá andlitsmálningu og við hlustuðum bara á Bríet Sunnu taka nokkur lög á meðan...gaman að henni alltaf...fersk og glöð týpa!!
Röltum um bæinn og ég verð að segja að ég verð alltaf hálf utan við mig í svona miklum mannfjölda....allir að koma og fara og maður veit varla í hvorn fótinn maður á að stíga...en þvílíkt fínt veður...sem betur fer!!!
Gréta er svo að fara í Garðabæinn til mömmu og pabba í kvöld þar sem mamman ætlar á Menningardansleik með stórhljómsveitinni Sálinni....hlakka mikið mikið til en er viss um að það verður svooooo troðið að það verður ekki fyndið...Diddi bróðir er með afmælispartý fyrst svo það verður ekki leiðinlegt í kvöld!!
Gangið hægt um gleðinnar dyr og verið menningarleg!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home