þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Stelpuferð :)

Jæja þá er það klappað og klárt...ég er ekki einu sinni búin með sumarfríið mitt þegar ég fer með skottið á milli lappanna til yfirmanns míns og segi: Sigga mín, ég veit ég er ekki enn búin með sumarfríið, er í fríi þessa viku, fer svo í skólann næstu viku, kem svo og vinn í nokkra daga...er séns á að fá frí 7-11 sept til að fara í stelpuferð til Köben?????
Og þar sem ég er sjúklega ofdekruð allsstaðar þá fékk ég JÁ, það ætti ekki að vera neitt mál!!!!

Þannig er mál með vexti að stórvinkona mín, Þóra Hallgríms, hefur lengi verið að gæla við þá hugmynd að við hérna í gamla vinahópnum gerum eitthvað álíka, bara stelpurnar að sleppa aðeins fram af sér beislinu og seklla sér í húsmæðraorlof....skilja kallana og börnin eftir heima og fara eitthvað...það hefur ekki fengið góðan hljómgrunn hjá neinum nema mér, Þóru og Hörpu og því er svo komið að við ætlum að skella okkur saman til Köben og djöfull sem það skal vera gaman...og rúsínan í pylsuendandum er að Dóra Hanna ætlar að koma og vera með okkur hele tiden....mikið sem ég hlakka til...og við vorum svoooo heppnar að fá heimferðina á 2000 kall....

Svo stelpan ætlar bara að bregða sér af bæ...kíkja í einn danskan bjór, og skoða alla sætu flott klæddu strákana í danaveldi (skv. Frú Fiðrildi) og kannski shoppa eitthvað í leiðinni....annars bara relax and have a gr8 time......ó já......girl´s just wanna have fun!!!!!

7 Comments:

At 8:27 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jú vá hvað það væri gaman að hitta ykkur. Endilega látið mig vita hvar þið verðið og hvernig þetta verður allt saman.
Hlakka rosalega til að sjá ykkur það er búið að líða allt of langur tími síðan ég sá ykkur annars staðar en í tölvunni. Hi hi hi
Kær kveðja út Köben
Lilja

 
At 11:49 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ó já það verður sko ekki leiðinlegt hjá ykkur. Góða skemmtun :)
Kv. Ingunn

 
At 12:54 e.h., Blogger IrisD said...

Frábært Lilja...læt þig vita um leið og við erum komnar með hótel og svoleiðis....mikið væri gaman að sjá þig....hlakka geggjað til....


Og Ingunn....mikið vildi ég óska að þú værir að koma með....en Róm bíður okkar eftir áramót...hehehehe...

 
At 3:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ohhhh það verður örugglega ógeðslega gaman hjá ykkur.. alltaf gaman að fara með vinkonunum í svona ferð :)

 
At 3:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hehe orðin vön að nafnið komi sjálfkrafa... þetta er sem sagt HB sys :)

 
At 7:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

jæja skvís það er greinilega búið að vera barararara gaman hjá þér og þínum í sumar, ég er sum sé komin heim frá frutiejventurnd þú veist hvað ég á við sem var ferð í paradís algjört æði....Ennn ég er nú aðeins farin að hafa áhyggjur af þessu endalausa dæmalausa kæruleysi í þér með eindæmum alveg; ætlarðu bara að fara að SKEMMTA þér einhverstaðar í ÚTLÖNDUM og EKKERT að pæla meira í því; nei heyrðu mig nú ....detta nú allar dauðar sem og lifandi lýs af mínum kroppi og eru þær víða skal ég þér segja.Nú lýst mér á þig.....nú erum við að tala saman sko....svona á þetta að vera...þú ert alveg að ná þessu er það ekki. en djöö hvað ég væri til á að fara góða ferð til Köben... er ekkert mál að biðja bossinn um frí?Ætti ég að þora? Elsku Íris mínn ég er nú farin að sakna þín ÖRLÍTIÐ og hlakka til að hitta þig aftur soon og heyra alla ferðasögu sumarsins og segja þér mína.Kossar og knús Herdís.

 
At 1:22 f.h., Blogger IrisD said...

Ó dúllídúllu Dísin mín....hlakka geggjað til að sjá þig og heyra af ferðinni ykkar...sakna þín ogguponsu mikið mikið lov....

 

Skrifa ummæli

<< Home