fimmtudagur, ágúst 10, 2006

2020 kílómetrar að baki

Ó já...ítalirnir mínir eru komnir og búnir að vera hér í eina og hálfa viku og það er ótrúlegt að upplifa landið í gegnum þá...þeim finnst allt svo merkilegt og magnað hér að það hálfa væri nóg og ég verð að játa að ég sé Ísland með öðrum augum núna en fyrir 2 vikum síðan...mikið sem landið okkar er fallegt og merkilegt og hvað er margt sem við megum þakka fyrir. Ísland hefur sýnt sínar langbestu hliðar á meðan ítalarnir hafa verið hér enda ekki annað hægt þegar HEIMSMEISTARAR eru á ferð ;)

Við erum semsagt búin að keyra 2020 kílómetra frá því sl. miðvikudag....plús 250 km sem við keyrðum í dag og reiknið þið nú!!!

Við fórum frá Reykjavík til Akureyrar í björtu og fallegu veðri og stoppuðum á allmörgum stöðum á leiðinni..nefni meðal annars Paradísarlaut, fossinn Glanna, gengum á Grábrók, skoðuðum seli í Hindisvík (mæli sjúklega með þeim stað), skoðuðum Hvítserk og margt margt fleira. Ferðin tók all-langan tíma, 14 klst, með myndatökustoppum, pissustoppum, pylsustoppum og öðrum stoppum!!!

Vorum í góðu yfirlæti á Hrafnagili hjá englinum mínum henni Jóhönnu, fórum í hvalaskoðun frá Húsavík, skelltum okkur í Hrísey, skoðuðum kvölddagskrána á Einni með öllu, og lögðum svo af stað á Seyðisfjörð á sunnudagsmorguninn. Big mama var með í ferðinni, sem betur fer, og var minn leiðsögumaður á leiðinni....ómetanlegt...takk mamma mín...vona að þú hafir notið ferðarinnar!!
Á leiðinni þangað stoppuðum við líka víða, m.a á Mývatni, tókum 6 km langan göngutúr í Dimmuborgum, gengum upp á Hverafjall svo eitthvað sé nefnt.

Gistum á farfuglaheimili á Seyðisfirði þar sem ég hlustaði á brekkusönginn í vasaútvarpinu hennar mömmu með liðið hrjótandi í kojum...allir í sama herbergi!!!
Frá Seyðisfirði lá leiðin á Klaustur með viðkomu á mörgum stöðum en einna helst stendur Jökulsárlónið upp úr....fórum í siglingu um lónið og ég get svarið það...veðrið var bara geggjað, sól og logn og þvílíkt mikið af jöklum í lóninu og mikið af fólki að skoða, að þetta var bara ótrúleg upplifun.

Gistum rétt fyrir utan Klaustur á fínu og góðu farfuglaheimili og borðuðum sjúklega góðan fisk á Systrakaffi í Klaustri..mæli með þeim stað!! Í gær var stefnan tekin á Reykjavík city með viðkomu á Skógum og Seljalandsfossi ásamt fleiri góðum stöðum. Mamma og Gréta fóru reyndar í Herjólf....drulluþreyttar og fegnar að fá smá pásu...er viss um að þær fara ekki í bíl í nokkra daga...eftir alla þessa keyrslu!!! Við hin brunuðum í bæinn og það var sko no mercy...í dag var brunað á Þingvöll, Gullfoss og Geysi og rétt náðum í bæinn fyrir kl. 19 til að skila bílaleigubílnum...tæpt var það en náðist þó!
Kíktum síðan á Pizza Company með bræðrum mínum sem voru mér til sóma..heheheh...og svo var tekinn Laugavegur, kerti sett á flot við Tjörnina og te/kaffi/sódavatn drukkið á Torvaldsen.....

Á morgun er það svo Bláa Lónið, Reykjanesviti og Álfubrúin meðal annars og svo er stefnan tekin á Torvaldsen annað kvöld til að sýna þeim næturlífið á fimmtudagskvöldi því svo eru það Vestmannaeyjar á föstudag og varla verður mikið um næturlíf þar svona helgina eftir þjóðhátíð!!!

Ég er alveg í essinu mínu að blaðra frá mér allt vit á ítölsku og skemmti mér konunglega við það!! Gréta er líka að verða nokkuð fær og ítalarnir eru líka að standa sig í íslenskunni!!!

En alla vega...höfum verið svooo ótrúlega heppin með veður og allt gengið eins og best verður á kosið og ég þakka fyrir það....hverjum svo sem það er að þakka!!!

Buona notte!!!

1 Comments:

At 10:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að það sé allt mér að þakka :)
Kv. Ingunn

 

Skrifa ummæli

<< Home