mánudagur, ágúst 28, 2006

Í skólanum, í skólanum...

...er skemmtilegt að vera!!

Þurfti ekki að hafa miklar áhyggjur af dóttur minni og hennar fyrstu skóladögum, henni fannst bara leiðinlegt að vera svona stutt í skólanum (fyrsta daginn til kl.11:55 og annan daginn til 12.30) og á föstudaginn sagðist hún hlakka mikið til dagsins í dag því þá yrði hún lengi í skólanum!! Hún var bara ánægð með daginn þegar ég sótti hana kl 16.15 í dag og ég auðvitað í skýjunum yfir hvað henni finnst þetta gaman...vona að það endist!!

Það fyndnasta er að á föstudaginn vorum við að ræða þessi skólamál þegar þessi elska segir við mig að henni finnist þetta bara vera allt annar heimur (orðrétt), að vera bara að vakna svona snemma, borða morgunmat heima og fara svo með skólatösku í skólann, ekki í leikskólann.

Ég var sjálf í skólanum alla síðustu viku og verð að játa að ég var ekki alveg jafn spennt og dóttir mín. Mesta spennan var samt að þetta er næst síðasta önnin mín...já 7.misseri af 8 hafið og nú fer að sjá fyrir endann á þessu námi....en stelpan er ekki af baki dottin og næsta nám er þegar í skoðun!!! Svona er þetta þegar maður er kominn á skrið...en hvort ég læt svo loks af því verða er ekki fyrirséð!!

Þannig að mestur tími okkar mæðgna síðustu daga hefur snúist um nesti, skólatöskur, pennaveski, skólaföt og rándýrar skólabækur...aðallega mínar því Grétu voru ekkert svo dýrar!!

Já það er ekkert sældarlíf fyrir pyngjuna að vera að byrja í skóla :(

2 Comments:

At 1:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Æi já það er eini gallinn við að vera í skóla að bækurnar séu svona dýrar, en það er nú aðeins skárra hér. Jasmín var líka svona því við sóttum hana fyrstu vikuna í fritidshjemmet en vikuna þar á eftir spurði hún hvort hún mætti ekki fara með skólabílnum heim svo hún gæti verið lengur !!!!!!
En gott á meðan þeim líður vel og eru ánægðar.

Kveðja
Lilja í Köben

 
At 5:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hún á eftir að spjara sig vel, svo klár og dugleg stelpa...ekki langt að sækja það, hehe.
Gott að vita að henni líður vel og allt gengur vel hjá ykkur.
Það tæmist fljótt buddan hjá skólafólki...við erum þó heppin enn sem komið er að þurfa aldrei að kaupa skólabækur fyrir Gabríel.
Hann fær allar bækur í skólanum, stílabækur og möppur, þurfum bara að halda pennaveskinu hans við. Ágætis sparnaður þar held ég!
Knús til Grétu skólastelpu ;-)

 

Skrifa ummæli

<< Home