Lagið í spilaranum....
...þessa dagana er gamalt og gott...."Love of my life" með Queen. Mikið svakalega er það yndislegt lag!!!!
Amma mín heitin var mikill Queen aðdáandi og ég man að þegar ég var að horfa á sjónvarpið og það kom myndband með Queen þá rauk ég alltaf í símann, hringdi í ömmu og sagði henni að horfa á það og svo myndi ég heyra í henni seinna. Og amma naut þess í botn!!!!
Ég gleymi því heldur aldrei þegar við Elva frænka vorum að tala um þessa Queen aðdáun ömmu okkar, sem okkur fannst frekar fyndin þar sem þetta var AMMA okkar og Elva sagði að hún og amma hefðu einu sinni verið að tala um hann Freddie og amma hefði sagt að hann væri svo SEXY....þetta fór nú alveg með okkur, unglingana :)
Mamma og pabbi fengu sér svo DVD spilara um daginn og þá keypti pabbi safndisk með Queen og við spiluðum hann í botni heima hjá þeim. Og þegar þetta lag kom, sátum við mamma með tárin í augunum og gæsahúðina, þvílík áhrif sem þetta lag hefur á okkur!!!!!!
Grétu finnst svo fyndið að ég fái gæsahúð þegar þetta lag heyrist!!!
Það er líka svo magnað að sjá og heyra þetta á tónleikadiskinum, og á umslaginu er fjallað um lögin, sagt frá tilurð þeirra, hver samdi þau og þess háttar. Og þetta lag, Love of my life, er sagt hafa verið mikið tilfinningalag fyrir Freddie og sérstaklega vegna þess að aðdáendur Queen um allan heim syngja hástöfum með, einnig þeir sem tala ekki ensku.
Það sem var merkilegast var samt að myndbandið var tekið upp á einum tónleikum en söngurinn á öðrum en samt var hægt að nota þetta saman!!!
Gréta heldur mest upp á "We will, we will rock you" og syngur og rokkar með :)
Ó já Queen klikkar ekki!!!!