fimmtudagur, september 01, 2005

Fætur!!

Á hverjum degi förum við á FÆTUR, það er það sem við gerum þegar við höfum "snooz-að" á vekjaraklukkunni nokkrum sinnum, opnað loks augun og kveikt á lampanum...þá förum við á FÆTUR....og síðan notum við FÆTURNA allan daginn án þess að hugsa neitt sérstaklega um það. Við klæðum okkur í skóna áður en við hlaupum út í bíl, stígum á bensíngjöfina, kúplinguna og bremsuna til skiptist...allt án þess að spá sérstaklega í það.

Ástæðan fyrir þessum vangaveltum mínum hér og nú er sú að undanfarin ár hefur hann afi minn átt við veikindi að stríða og hefur það helst verið í öðrum fætinum. Hann hefur farið í ófáar aðgerðir, fengið plastæð og fóturinn á honum verið í misgóðu ástandi, eins og gefur að skilja.
Oftar en einu sinni var "gert við" plastæðina og afa sagt að nú yrði þetta í síðasta sinn sem það yrði gert, næst yrði bara að taka fótinn. Síðan leið og beið og það var ömurlegt að horfa upp á afa minn, sem var annars alltaf á ferðinni hingað og þangað, verða að "sófa-afa".
Í vor var hann orðinn svo slæmur að hann komst nánast ekki út úr húsi, var orðinn grár og gugginn af kvölum og pilluboxið fylltist af alls kyns töflum, blóðþynningarlyfjum, verkjalyfjum og fleira. Þetta var ekki sami maður, skiljanlega.

Síðan fyrir rúmum 2 mánuðum var svo komið að tærnar voru bara "dauðar" og fóturinn allur blár og kaldur og því var hann tekinn af rétt neðan við hné. Óneitanlega setti kvíða að manni, afi er orðinn 73 ára og eitthvað yfir 100 kíló...hvernig myndi þetta verða? Hvað tæki svo við? Maður sá fram á langa sjúkrahúslegu og sjúkraþjálfun.

Því finnst mér það með ólíkindum hvað afi minn er brattur í dag. Hann er kominn heim, er á Grensás á daginn frá 10-16 í ströngum æfingum en stendur sig eins og hetja. Hann er farinn að ganga um á gervifæti og er allur að koma til, maður er mest hræddur um að hann fari og geyst!!!
Þess á milli fer hann um í hjólastól og "vippar" sér úr honum í hægindastólinn. Inga, konan hans, reynist honum betri en enginn og er ég svo fegin og þakklátfyrir að þau skyldu hafa fundið hvort annað!!!

Ég hef reynt að vera dugleg að heimsækja afa minn, bæði þegar hann var á Landspítalanum í Fossvogi og á Grensás og svo eftir að hann kom heim og það hefur verðið ótrúlegt að fylgjast með þessu ferli og heyra afa segja frá. Hann var látinn kveljast eins lengi og hægt var því þá er eftirsjáin eftir fætinum ekki jafnmikil (feginleiki yfir því að vera "laus" við kvalirnar). Eins var hann hvattur til að fylgjast með þegar því þegar fóturinn var tekinn því þá er missirinn ekki eins mikill. Síðan er hann að stjúka "stubbaling" eins og stubburinn kallast og það er ótúlegt að sjá hvernig stubbalingur breytist og mótast (hann er með mismunandi þykkar "hulsur" á fætinum á daginn). Manni fannst þetta allt gerast svo hratt til að byrja með en afi er hörkutól!!

Allt þetta fær mann til að meta FÆTUR sínar betur og þakka fyrir það að vera heilbrigður (eins langt og það nú nær...).
Auk þess sem maður þakkar fyrir að eiga svona færa lækna, sjúkraþjálfa og gervilimahönnuði!!! Þökk sé þeim að ég hef endurheimt afa minn :)

1 Comments:

At 3:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gott að heyra að afa þínum líður betur og æðislegt að það gengur svona vel! Afi þinn er nú líka mikið feginn að eiga þig að til að styðja við bakið á sér.
Maður tekur líkama sinn alltof of sem sjálfsögðum hlut og hugsar ekki nærri nógu vel um hann.
Ég hef oft hugsað hve maður er einmitt heppinn að geta gengið út um allar tryssur þar sem amma mín hefur verið meira og minna með bilaðan fót sl.20 ár eða svo.

 

Skrifa ummæli

<< Home