Haust/vetur
Brrrrr.....held svei mér þá að vetur konungur sé mættur....haglél í dag, Esjan orðin hvít og laufblöðin falla eins og þau fái borgað fyrir það...merkilegt hvað þetta gerist alltaf allt í einu :(
Það gerist annars svo ansi margt á þessum árstíma..... skólarnir fara af stað, umferðin þyngist aftur, sjónvarpsdagskráin batnar, kertaljós loga, flensurnar fara á fullt, hor lekur úr nefi annars hvers manns, ómur nagladekkjanna fer að hljóma, skafan og frostlögurinn fara að koma til sögunnar, kuldagallinn tekinn úr skápnum svo og ullarsokkarnir, ullarvettlingarnir og svona mætti lengi telja!!!!
Allt þetta minnir mann á hversu tíminn er fljótur að líða og að maður verður að nýta hann vel :)
5 Comments:
Ég elska þennan tíma, þegar fer að kólna og dimma og kertin loga - notalegt ;o)
já ég líka... Ég er svo öfugsnúin að mér finnst allt lifna við á haustin.. Skólarnir fara af stað og allt er einhvern veginn í aksjón. Haustlitirnir eru líka svooo fallegir..kv.ragnajenny
Mikið sammála um að haustið sé góður tími...Yndislegt að kveikja á kertum og hafa það kósý ;-D
Það er enn ekki orðið eins kalt hérna hjá okkur eins og á Íslandi þó að auðvitað hafi nú kólnað (maður er nú ekki mikið lengur á hlýrabol úti). Það er nú ekkert slæmt að labba úti í veðurblíðunni á bolnum eða þunnri peysu og horfa á fallegu haustlitina á
laufblöðunum. Svo kuldadressið er enn ofan í kössum að sinni og vona ég að það verði það svolítið áfram.
Langt síðan ég hef lesið bloggið þitt kæra vinkona. Þarna með að geta ekki loftað steikarapönnunni er náttúrlega ekki nógu gott. Ég er í Worl Class þannig að þér er guðvelkomið að koma með mér. Ég nenni aldrei í svona skopparatíma heldur lyfti ég bara lóðum og ég held að það sé einmitt það sem þú þarft á að halda. Annars er haustið minn tími, elska þegar það fer að dimma og maður loksins getur sofið almennilega :)
Kv. Ingunn
Eg vaeri alveg til i ad vera i kuldanum;) hehe.. ALLTOF heitt herna:P En tha faer madur ser bara gelato og tha skanar allt!;) Kvedja fra Italia:P Svana
Skrifa ummæli
<< Home