laugardagur, september 17, 2005

KLUKK

Úfff....maður hélt að maður væri laus við keðjubréfa-ruglið þegar sendibréfin duttu upp fyrir en NEI svo er víst ekki......þetta fer bara versnandi...því það er endalaust af allskonar keðjubréfa/lukku/óhappa/peninga/sokka/spennu/tyggjó osfrv. bréfum sem hrynja inn í hvert sinn sem maður opnar tölvuna og nú líka á blogginu...... hvaða hvaða!!!

Eitthvað sem heitir KLUKK...gengur á blogginu og er því miður ekki þannig að maður á að elta einhvern, ó nei, heldur á maður að segja lesendum sínum frá 5 ómerkilegum hlutum um sjálfan sig......þúsund þakkir Beta, fyrir að “klukka” mig (ARG)!!!

Ok.....látum okkur nú sjá....

Eins og áður hefur komið fram, þá leiðast mér keðjubréf :) sérstaklega þar sem hótun er í endann....”ef þú sendir þetta ekki til X margra áttu eftir að þjást og verða óheppin í lífinu það sem eftir er” Skemmtilegt....eða hitt þó heldur!!!

Ég er með exem í eyrunum og klæjar því mjög oft í eyrun (og reyndar hálsinn líka) og geri þá “frábært hljóð” með hálsinum sem fer sjúklega í taugarnar á mínum nánustu!!! Ég er hætt að taka eftir þessu, geri þetta í svefni og í vöku!!! Það versta er að nú er Gréta farin að herma eftir mér og það fer hálfpartinn í taugarnar á mér þegar HÚN gerir þetta J RUGL!!!!

Ég er með fullkomununaráráttu á ýmsum sviðum....t.d. þegar ég skrifa bréf eða pikka á tölvuna og geri stafsetningarvillu á ég það til að stroka ALLT orðið út og byrja upp á nýtt!!!!
Þegar ég borða popp inni í stofu þarf ég alltaf að fara með skálina (og tóma glasið) inn í eldhús um leið og ég er búin úr því!! Eins þegar ég er búin að borða, ég er varla búin að kyngja þegar ég byrja að vaska upp og ganga frá!!!

Ég er ofdekruð, sama hvar ég er og hver það er!!!
Sigga í vinnunni, bauð mér í mat um daginn og bauð mér að velja “Púkalegasta heimilismat” sem mér dytti í hug...ég valdi Svikinn héra með kartöflumús og brúnni sósu!! Sigga er listakokkur (með 4 börn í heimili og mann, semsagt 5 börn..hehehhe) og þegar ég kom til hennar játaði hún það fyrir mér að hún kynni ekki að gera kartöflumús EN þar sem ég er svo ofdekruð rembdist hún eins og rjúpan við staurinn (fékk aðstoð frá vinkonu sinni í sveitinni...í gegnum símann!!!) og úr varð þessi líka ljúffenga kartöflumús!!!

Ég er letiblóð, mér finnst gott að hanga fyrir framan sjónvarpið, glápa á mynd, lesa góða bók og sofa út!!!!!

Úff...hvað maður kemst að mörgu um sjálfan sig við þetta....kannski ekki svo slæm hugmynd eftir allt......alltaf að taka öllu með opnum hug....og jákvæðni!!!!

Hehehhehehe....jæja ég veit nú ekki á hvern ég á að skora.....enginn af mínum vinum bloggar...en kannski nokkrar frænkur....humm....skora því á systurnar Svönu Lilju og Fanney!!

Góða skemmtun!!!

4 Comments:

At 6:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hihihi ég man eftir þessu eyrna/háls-hljóði :) Gott ef Jórunn Einars á það ekki til að gera sams konar hljóð þegar hún "klórar" sér í hálsinum?!?!?! :) Kv. Beta

 
At 6:40 e.h., Blogger IrisD said...

Hehehe...jú svei mér þá ef það er ekki bara rétt hjá þér Beta....

Börnin á leikskólanum horfa stundum á mig full undrunar og spyrja mig hvað ég sé eiginlega að gera og sum hver reyna að herma en geta það ekki...sem betur fer!!!!

 
At 10:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

æi krúsí....þú ert nú samt bara best og þú værir ekki Íris okkar nema eins og þú ert og þá með þína yndislegu kosti og galla, hehe ;- D

 
At 10:46 e.h., Blogger IrisD said...

Æ takk elsku Dóra Hanna mín....það er gott að vita að maður er elskaður eins og maður er :)

Kv, Íris

 

Skrifa ummæli

<< Home