föstudagur, september 02, 2005

Brestir

Ég heyrði þessa litlu sönnu sögu í gær og varð að setja hana hér inn...hún er svo krúttlega rómantísk...eins og sagan á blogginu hennar Betu :)

Það voru hjón sem giftu sig í kirkju og allt í lukkunnar velstandi nema að mánuði eftir giftinguna komu þau til prestsins eftir messu og sögðu honum að það væru komnir BRESTIR í hjónabandið. Presturinn varð nú frekar hissa á svipinn og hugsaði með sér hvað hefði farið úrskeiðis í undirbúningnum og hvað honum hefði orðið á. Og þar sem hann hugsaði þetta brostu hjónin til hans og sýndu honum annan giftingahringinn. Þá var kominn BRESTUR í hringinn og því hafði þeim dottið í hug að gantast aðeins í prestinum og orða þetta svona. Þau höfðu látið laga hringinn en vildu ekki setja hann aftur upp nema að presturinn myndi blessa hann aftur.
Svo hjónin fengu bara litla, fallega stund með prestinum í kirkjunni þar sem hann endurtók þann hluta athafnarinnar þegar hringarnir eru settir upp!!!!!

Rómantískt ekki satt :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home