Sködduð :(
Ég var að hlusta á fréttirnar á meðan ég eldaði matinn og heyrði þá Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segja að Baugsmálið hefði ekki bara skaðað ríkisstjórnina og þá sem tengjast Baugi heldur hafi það skaðað alla þjóðina.....Þar hitti hann nú naglann á höfuðið....maður er að verða stórskaddaður á þessari endalausu vitleysu, maður setur nú mörkin einhversstaðar og nú finnst mér nóg komið!!! Þetta tröllríður öllum fjölmiðlum og er ekki einu sinni spennandi....úff!!!
Maður tekur ekki upp blöðin án þess að Baugsmálið sé þar, fréttatímarnir og dægurmálaþættirnir eru fullir af þessu.....nei þá vil ég heldur fáránlegar fyrirsagnir og fréttir eins og þær sem ég sá í síðustu viku "Epli (Apple) dóttir Gwyneth (Paltrow) farin að tala" og "Sér ekki ennþá hverju dóttirin líkist (Linda P), "Brad (Pitt) vill ættleiða börn Jolie" hehehehe....þetta klikkar aldrei :)
Talandi um pólítíkusa.....Davíð Oddsson sagðist kveðja forsætisráðherrastólinn, ríkisstjórnina og allt heila klabbið með gleði í hjarta, hann kvaðst sæll og glaður og hlakkaði til að komast í Seðlabankann og honum væri alveg sama þótt hann yrði ekki áberandi þar!!!!
Er annað hægt en að vera fullur tilhlökkunar að taka við nýju starfi þar sem laun seðlabankastjóra hafa nýverið hækkað (surprise surprise) auk þess sem eftirlaun Davíðs hafa einnig nýhækkað (surprise surprise..)....hver yrði ekki ánægður með þá stöðu...auk þess að þurfa kannski bara ekki að hafa neitt sérstaklega mikið fyrir laununum....fannst mér á honum!!!!!
Davíð er eflaust klár kall, það verður varla af honum tekið, en þetta finnst manni nú fullgróft...eða hvað????
Af hverju ætli Félag leikskólakennara leiti ekki til Davíðs og fái að vita hver galdurinn er á bak við launahækkanirnar.....??????
1 Comments:
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Skrifa ummæli
<< Home