Gæludýr....úff....
Jæja...það hlaut að koma að því!!!!
Í fyrrahaust var Gréta mín alltaf að spyrja hvenær hún mætti fá lítinn bróður eða litla systur og gátu þessar óskir hennar ekki komið á óheppilegri tíma þar sem ég og pabbi hennar vorum nýskilin!!
Núna í haust byrjar hún svo að suða um kettling...og ég hváði bara að hún væri skíthrædd við ketti sem hún og er....en hugsaði samt með mér "æ greyið, fær ekki systkin og fær ekkert gæludýr". Síðan kom ég með margar frábærar afsakanir fyrir því af hverju það væri ekkert sniðugt að fá sér kettling EN stelpan er þrjósk þegar hún bítur eitthvað í sig og ég var alveg um það bil að fara að gefa mig, vegna frábærs rökstuðnings hennar, þegar ég fékk þá frábæru hugmynd að hún fengi bara gullfiska!!! Það er enginn hræddur við þá, það er auðvelt að hgusa um þá, auðvelt að skreppa að heiman eina helgi og auðvelt að fá pössun fyrir gullfiska!!
Því varð úr að ég fékk lánaða kúlu, við settum steina, sem Gréta hefur sankað að sér á sinni stuttu ævi, í botninn og skelltum okkur svo í Dýraríkið. Þar sá hún strax fiska sem henni leist vel á......14.000 kall stykkið....ég hélt nú ekki :) svo við færðum okkur niður í 350 kr stykkið og keyptum því tvo...Nemo og Marel. Stelpan er svona líka ánægð með fiskana (og hvað þá mamman) en ég óttast það mest að hún eigi eftir að drepa þá úr offitu því hún vill helst gefa þeim að borða á 10.mín fresti!!!
Við komumst síðan að samkomulagi um það að hún gæti bara fengið kettling þegar hún yrði 10 ára og þá hvein í henni: "Já mamma mundu það þá líka á 10 ára afmælisdaginn minn"!!!
1 Comments:
Hehehe... krúttið, sammála þér með fiskana, langauðveldasta gæludýrið og eina gæludýrið sem fengi að koma inn á mitt heimili. Stelpan mín var einmitt á tímabili að biðja um systir og bróðir og svo vildi hún kisu og það næsta var tígrisdýr...úffff.
Skrifa ummæli
<< Home