Líkamsrækt???
Haldið þið að það sé merki um að ég þurfi að fara að styrkja mig ef ég ræð ekki við að halda á steikarpönnunni minni í annarri hendinni á meðan ég helli steiktu grænmeti af henni ofan í skál? DÖH.........
Ég stóð við eldavélina mína, með magann út í loftið, bakið fett og vinstri hendin titraði undan þunga pönnunnar (sem er í alvöru stór og þung)....á meðan ég var að koma grænmetinu í skálina!!! Til að forða mér frá tognun eða öðrum áföllum við heimilisstörfin ákvað ég nú bara að moka grænmetinu í skálina með einhverju áhaldi :)
Því fór ég að hugsa.....hummm.....er það eðlilegt að ráða ekki við steikarpönnuna sína???
Úff...ég held nú ekki....svo það er tvennt í stöðunni....styrkja sig eða hreinlega fá sér minni og léttari pönnu :)
Ég hef nú verið að spá í líkamsrækt undanfarið....veit bara ekki alveg hvað mig langar að gera....er ekki alveg til í að fara í einhverja stöð og hoppa og skoppa en langar samt að gera eitthvað og styrkja mig aðeins.....er alltaf á leiðinni EN....er alltof góð við sjálfa mig held ég.....og svo finnst mér ég líka hafa svo lítinn tíma seinni partinn og vil ekki þurfa að setja Grétu í pössun á meðan ég hristi mig einhversstaðar....EN....samt sem áður...höfum við báðar gott af því og nú er spurning um að velja sér stöð/sport/tíma/ og bla bla bla......þarf að velta þessu fyrir mér aðeins lengur.....
6 Comments:
Vá maður ég á líka svo risapönnu..:) Kannast við lýsingarnar... Ætli maður hefði ekki gott af því að hrista sig í einhverri líkamsræktarstöðinni það er bara svo hrikalega boring!!!! Tími líka ekki að eyða þessum eftirmiðdegi í ræktinni þegar þetta er nánast eini tíminn sem maður hefur með börnunum.. Erfitt...:) Maður ætti kannski að drífa sig út að labba bara... kv.ragnajenny...
Velkomin í hópinn Ragna Jenný...gott að vita að ég er ekki ein um þetta..hehehe....já ættum við ekki að stofna svona pönnu-gönguhóp bara....heheh
Vá hvað ég kannast við þessar pælingar líka! Stundum vildi ég óska þess að ég eyddi jafn miklum tíma í líkamsrækt og ég eyði í að spá í að fara að hreyfa mig :) Kv. Elísabet
hehehe pönnugönguhóp...:) sé okkur á anda.. Allar þrammandi með pönnu í hönd.....
Íris... ég er svo stolt af sjálfri mér fyrir að hafa gert þetta. Ég var alltaf með samviskubit yfir að hreyfa mig aldrei og blabla... nennti samt ekki að fara í stöð og missa af tíma með dótturinni þegar ég loks kem úr vinnu (hef heldur ekki kost á að fara á morgnana því kallinn fer svo snemma í vinnu). Ég fór og keypti mér notað Orbitrek tæki (12 þús kr.) og svo notaðan lyftingaæfingabekk (15 þús.kr.). Í hverju einasta hádegi (hef klukkutíma í mat) fer ég því í ræktina og púla í 20 mínútur á Orbitrekinu og lyfti í 10 mín + 120 magaæfingar. Fer svo í sturtu og helli í mig skyrdrykk. Líkamsræktin mín er komin og mér líður eins og annarri manneskju, hef meira þol, öll styrkari svo égtali nú ekki um vöðvana sem ég hef fengið og það er komið sixpack líka ;o)
Mæli með þessu því dóttir þín getur líka bara verið hjá þér á meðan því hún þarf ekki í pössun. Þetta er æðislegt. Þarft reyndar að hafa smá pláss undir tækin (ég er með alveg eitt herbergi sem ég kalla World Class) en sérðu mig ekki í anda á fullu með heyrnartól og fartölvuna. Svo geturðu auðvitað bara sleppt lyftingatækinu og notað bara pönnurnar þínar...hehehehehe.
Hehehe...Matta, þetta er málið...ég fæ mér bara álíka þungt lok á pönnuna og lyfti svo bara í stofunni :)
Ég veit það náttúrulega sjálf...frá mínum hand-og fótboltaferli að hreyfingin er drullugóð....það er bara AÐ KOMA SÉR AF STAÐ....góð hugmynd hjá þér..mamma á einmitt magaþjálfa sem safnar ryki...spurning um að láta senda sér hann!!
Takk fyrir hvatninguna :)
Skrifa ummæli
<< Home