fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Komið gott af fríi í bili....

Nú er svo komið að dóttir mín bara heimtar að fara í leikskólann, segist vera búin að fá nóg af því að vera í sumarfríi....og það skrýtna er að ég er nánast sammála henni!!
Ég hlakka eiginlega til að fara að fara í vinnuna (enda vinnufélagarnir hver öðrum klikkaðari og alltaf eitthvað sprenghlægilegt um að vera!!) og svo í skólann og komast í rútínuna.....enda flestir í kringum mig farnir aftur að vinna og maður hangir bara og eyðir tímanum í vitleysu...(kannski merki um að ég á mér ekkert líf...hehehe) eins og að skella sér með Hörpu vinkonu á Hornið og fá sér calzone, rölta í bæinn og skoða mannlífið!!!! Svo sem ekkert slæmt en kannski samt leiðinlegt til lengdar!!

Maður er svo góðu vanur eftir 2ja vikna dvöl á 5 stjörnu hóteli þar sem maður þurfti ekki að búa um né taka af rúminu þegar maður fór að sofa, handklæðunum var bara hent á gólfið og einhver annar sá um að taka þau upp. Svo fór maður bara út að borða á hverju kvöldi en í raunveruleikanum þarf maður að ákveða hvað á að vera í matinn, kaupa það sjálfur, elda það sjálfur , ganga sjálfur frá, vaska sjálfur upp, þvo þvottinn sjálfur og allt hitt......úff....það er ekki "la dolce vita". Er þetta nú ekki einum of??

En hvað fríið varðar....þá er ég bara nokkuð ánægð með þetta sumar og fríið okkar Grétu í sumar. Ég er búin að vera algjör bókaormur í sumar, búin með tvær ítalskar bækur (verðið bara að bíða eftir að ég þýði þær!!!) og svo er ég búin með þessar eftir Paolo Coelho, Alkemistann, sem er bara snilld, Veronica decides to die, sem mér fannst mjög sérstök og vakti mann til umhugsunar um margt í manns eigin lífi, og svo Ellefu mínútur sem er líka frábær. Á eftir að halda áfram að lesa bækurnar hans.

Ég hef verið að lesa spennusögurnar eftir James Patterson (Hveitibrauðsdagarnir, Þriðja gráða, Annað tækifæri og Fyrstur til að deyja) og mæli eindregið með þeim, þær eru alveg hrikalega góðar, en svo las ég eina ástarsögu eftir hann (og ég er ekki mikið fyrir ástarsögurnar) og hún var mjög falleg og átakanleg....ekki laust við að nokkur tár féllu...mæli með henni líka, hún heitir "Sam´s letters to Jennifer" held að það sé ekki búið að þýða hana!!!

En nú eru það skólabækurnar sem fara að taka við, en endilega ef þið dettið niður á góðar bækur látið mig vita!!! Set þær á jólalistann, páskalistann eða næstasumar listann!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home