föstudagur, ágúst 26, 2005

Tek hatt minn ofan....

...fyrir bæjarstórninni á Akureyri!!! Þar ætla menn bara að treysta bæjarbúum fyrir því að virða tímamörk í bílastæðum bæjarins og fólk stillir bara klukku-spjaldið....stöðumæla-ógeðin heyra kannski sögunni til??? Þetta gengi líkast til ekki hér í höfuðborginni....eða hvað?? Mér þykir það ólíklegt...ætla samt ekki að fara að vera neitt neikvæð...það er ekki mitt eðli :)
Annars er kannski best að bíða og sjá hvernig þetta gengur þarna fyrir norðan...líst samt vel á að þeir ætli í herferð gegn þeim sem eru ófatlaðir en eru bara svo ómerkilegir að nota bílastæði fyrir fatlaða!!!

Því miður get ég ekki tekið hatt minn ofan fyrir þeim sem stjórna borginni....heyra hin og þessi ummæli sem hafa fallið í allri þessari leikskóla/elliheimila-starfsmannaeklu-umræðu......hvað gengur fólki til?? Ég efast um að þetta fólk viti nokkuð hvað er að gerast á leikskólum almennt!!
Ummæli eins og að bæta þurfi menntun leikskólakennara....hvað er það? Ég veit ekki nema að til séu fleiri fleiri leikskólakennarar og leiðbeinendur sem gjarnan vildu vinna á leikskóla en geta ekki leyft sér það vegna þess að launin eru svo lág!!!

Og KHÍ getur ekki veitt öllum sem sækja um á leikskólabraut inngöngu...hvað segir það okkur?? Að það er til fullt af fólki sem sækir í þessa stétt þrátt fyrir léleg laun. Það sem þarf einna helst til að leikskólakennarar komi til starfa á leikskólum eru betri laun...það er ekki nokkur vafi á því!!! Ég held að ég geti fullyrt að það sé það eina sem stendur í vegi fyrir því að fólk ræður sig ekki á leikskóla, nema bara tímabundið, á meðan það bíður eftir einhverju betra!!

Það sem heyrst hefur einnig í umræðunni er að foreldrum sé engin vorkunn að þurfa að vera heima með börnum sínum í 2 daga eins og sumir leikskólar hafa þurft að gera.....hvað á þetta að þýða?? Vorkenna þeir ekki börnunum að þurfa að ganga í gegnum tíðar mannabreytingar?? Sum börn sem hafa verið á leikskóla í 4 ár hafa haft um 25 mismunandi starfsmenn!!!! Heyrist samt ekki eitthvað í þeim þegar starfsmenn þeirra þurfa að vera heima þar sem þeir geta ekki sent börnin sín í leikskólann????

Hvað er til ráða? Af hverju gerist ekkert í launamálum leikskólakennara? Nýr samningur í ár en samt ekki nógu góður til að leikskólakennarar fáist til starfa? Af hverju gera foreldrar ekki meiri kröfur? Mér finnst eins og þeir séu bara fegnir á meðan þeir geta sett börnin í leikskólann! Það láta bara allir bjóða sér þetta....þar á meðal ég!!!!

En ég hef sagt það áður og segi það enn...ég vil frekar vakna á morgnana og hafa vilja til að fara í vinnuna þrátt fyrir að mér fyndist að launin mættu vera hærri heldur en vera með hærri laun og vera kannski í vinnu sem mér þykir ekki eins skemmtileg!!!!!

Auðvitað væri gott og blessað að leikskólakennarar væru í meirihluta á leikskólum en þó finnst mér mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að margir leiðbeinendur eru ekkert verri en leikskólakennarar. Námið er mikilvægt, ég neita því ekki, og ég finn það á sjálfri mér að hugsun mín og viðhorf breytist eftir því sem ég les og fræðist meira. En reynslan er líka afar mikilvæg og svo er fólk búið svo mismunandi eiginleikum og persónuleikinn er svo misjafn og það hefur líka mikið að segja.

Ég er hálfnuð með námið og hef tekið "framförum" í starfi að mér finnst, en ég hef alltaf haft gaman af starfinu þó vissulega sé það oft á tíðum erfitt eins og þegar mannekla er, tíðar mannabreytingar og álagstímar, en þegar allt kemur til alls þá finnst mér þetta skemmtilegt starf og skemmtilegt nám og mín von er sú að þetta göfuga starf verði einn góðan veðurdag metið og launað eins og það á skilið!!!

Úff hvað þetta kemur allt í belg og biðu.....en það verður að hafa það...þetta lá mér á hjarta í kvöld....sæl að sinni :)

1 Comments:

At 8:47 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað ég er sammála þér, gæti haldið langa ræðu um rangar áherslur í þessu ófjölskylduvæna samfélagi okkar! Endalausar brotalamir í kerfinu t.d. 9 mán. fæðingarorlof og svo fær enginn leikskólapláss fyrr en börnin verða a.m.k. 2ja ára. Hvað á að gera við börnin á þessu tímaskeiði? Það er nefnilega meira að segja orðinn skortur á dagmömmum því félagsmálaráðuneytið er búið að takmarka þann fjölda barna sem hver dagmóðir má hafa...

Þú færð minni laun fyrir að sjá um börnin okkar, fatlaða og gamla fólkið en að telja bland í poka í Aktu Taktu! Maður er hreinlega gáttaður á þessum áherslum.

Gæti haldið endalaust áfram og tengt þetta við jafnréttismál kynjanna og alles en held ég hætti þessu pípi núna :)
Maður getur bara orðið crazy að pæla í þessu! Kv. Beta

 

Skrifa ummæli

<< Home