sunnudagur, ágúst 28, 2005

Skipulag

Gréta mín var komin með hita og hálsbólgu í gærkveldi og í morgun bættist niðurgangur við þannig að við fórum ekki út fyrir hússins dyr í dag (má ekki við því að hún verði veik í vikunni...skólinn að byrja og svona....heheheh) þannig að ég nýtti daginn vel....skipulagði og skipulagði...prentaði út kennsluáætlanir og fleiri námsgögn...gott að vera vel undirbúin :)

Breytingarnar á heimilinu er ekki alveg yfirstaðnar (góðir hlutir gerast hægt)... enn á eftir að setja gólflista í stofuna sem veldur því að ég get ekki sett geisladiskaskápinn upp strax og geisladiskarnir okkar Grétu því uppi á skáp, ofan í tösku og skúffu þangað til!! Fékk þó hurðir fyrir skápana í vikunni, sem betur fer, svo það er búið að koma öllu fyrir inn í skápum!!

Fór í gegnum skápana í dag og kláraði leikherbergið hennar Grétu....ásamt því að raða leikskóla-listaverkunum hennar í möppu.

Renndi þá líka yfir matreiðslumöppuna mína og lagaði til í henni.....rakst á margar góðar uppskriftir sem ég á enn eftir að prófa og margar geggjaðar kökuuppskriftir...nammi namm....en það er einhvern veginn þannig þegar maður er "fastur" heima þá vantar manni alltaf eitthvað í búðinni...bara af því að maður kemst ekki ÚT...eins og þegar það er rafmagnslaust...þið vitið...þá er einmitt tíminn sem maður þyrfti helst að strauja, hlusta á gamla kasettu eða eitthvað álíka fáránlegt :) þannig var það í dag....langaði að baka eitthvað gott en átti ekki nóg af smjörlíki, ætlaði að hafa pylsupottrétt en átti ekki rjóma, popp og kók með Pinocchio (Gosa-myndin á RÚV) en átti ekkert kók....heheheh....kannast enginn við þetta????

Hefði svo gjarnan viljað fara á tónleikana í Kerinu en...vonandi kemst ég þangað að ári!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home