Aftur í skólann!!
Ó jú jú...þá er skólinn nú byrjaður aftur...og ég er bara ánægð með það!! Gaman að hitta alla aftur eftir langt frí! Og hugsa sér....ég er að byrja á 5.misseri af 8...þetta er bara að verða búið!!!Núna er ég í þremur fögum og svo er 7 vikna vettvangsnám...þá þarf ég að fara á annan leikskóla í 7 vikur...úff...finnst það svolítið langur tími og eiginlega finnst mér það bara "skemma" allan veturinn fyrir mér í minni vinnu....þótt ég græði heilan helling af því að fara út af örkinni og sjá hvað er í boði annarsstaðar því maður kemur jú til baka með fullt af hugmyndum í pokahorninu...EF maður er heppinn með leikskóla og æfingakennara!! Þar vandast nú samt málið :(
Ég er einmitt búin að vera að velta því fyrir mér lengi hvaða leikskóla ég eigi að velja mér....á ég að fara í einhvern skóla sem vinnur eftir ákveðinni stefnu....eitthvað gjörsamlega ólíkt því sem ég er í dagsdaglega?? Hvaða stefnu þá...Reggio?....Hjalla....Gardner? Annað? Humm...það er úr vöndu að ráða...en tel samt að þetta sé einmitt tækifærið til þess...að kynnast einhverju alveg nýju!! Já ég held það nú bara! Þetta kemur samt allt í ljós á næstu dögum!!
Eiginlega finnst mér að það ætti að vera svona "skipti" í boði, þar sem maður fengi að fara á annan leikskóla í eina viku á vetri, til að sjá eitthvað annað og kynna sér hvað er að gerast annarsstaðar....ekki vera alltaf að reyna að finna upp hjólið :)
Svo er ég líka að spá í að taka bara aukafag (ótrúlega bjartsýn) þar sem einhver ruglingur var í kerfinu virðist ég vera skráð í áfanga sem ég á ekki að taka núna en þarf samt að taka....hann er svolítið svona "scary" fyrir mig þar sem hann er með einhverjum útreikningum og svona.....stærðfræðin ekki mín sterkasta hlið...en illu er best af lokið...svo ég ætla bara að prófa að mæta í tíma núna í innilotunni og sjá hvernig mér líst á.....crazy girl!!!
Það sem ég er þó mest ánægð með (ennþá) er hversu fáar bækur þarf að verða sér út um á þessari önn...enda finnst mér það nú í lagi þar sem skólagjöldin hækkuðu um 13.000 krónur frá því í fyrra...og er sagt að það sé vegna skráningar....hehehe...glætan...þegar maður hringir í nemendaskrána og ætlar að láta breyta er manni bara sagt að gera það sjálfur í Uglu (kerfinu okkar)...ja hérna hér....13.000 kall fyrir þetta....ekki amalegt...ætti ég þá ekki að fá 13.000 kallinn fyrir að gera þetta bara sjálf....humm!!!!!
En sem betur fer ráðum við nú hvernig litaðar möppur við notum...þurfum nú ekki að fara í 5 búðir til að fá átta liti af plastmöppum eins og foreldrar sumra barna í 1.bekk....meira ruglið...en samt skiljanlegt að kennarinn vilji hafa verkefnin í mislitum möppum...enda kannski ekkert grín að vera með yfir 30 börn í bekk og hafa góða yfirsýn.....nei þá kýs ég nú frekar að vera með 23 börn og vera allavega þrjár/þrír starfsmenn.....
Er samt komin með svona "kvíða" fyrir að fara að senda Grétu í skóla...er samt ekki fyrr en næsta vetur....verð bara alveg endilega að finna mér eitthvað til að hafa áhyggjur yfir :(
1 Comments:
Vá þú ert bara á fullu að skrifa...búin að missa af þér síðustu daga, hehe.
Það verður spennandi að sjá hvert þú ferð í vettvangsnáminu, alltaf gaman að sjá eitthvað öðruvísi.
Don´t worry be happy....Grétu á eftir að ganga vel í skólanum og svo hefurðu nægan tíma síðar til að hafa áhyggjur af því (a.m.k. þar til nær dregur)!
Skrifa ummæli
<< Home