miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Heima er best???

Back to life, back to reality (muniði eftir laginu sem byrjaði svona??)

...þá er maður kominn heim úr sólinni og svona rækilega minntur á það þegar maður lendir á sinni fósturjörð AF hverju landinn flykkist í umvörpum í sólina.....þvílíkt skítaveður hér heima...afsakið orðbragðið!!!!

Við lentum í Keflavík í roki og rigningu um kl.13.10 í dag eftir 2ja vikna legu á sundlaugarbakkanum á 5 stjörnu hótelinu Princesa Yaiza á Lanzarote. Þvílíkt lúxus/letilíf...bara legið á bekkjunum, svamlað í lauginni, Burger King eða baquette um miðjan dag, borðað úti á hverju kvöldi og ís oft á dag.... hitinn og sólin......úfff.....mikið var þetta gott og ég tala nú ekki um ENDURNÆRANDI....að þurfa ekkert að hafa fyrir neinu, ekkert tilstand við matinn, uppvask, frágangur....NADA!!!!

Við systkinin tókum strax þá ákvörðun að þetta yrði afslöppunarferð og ákváðum að fara ekki í neinar ferðir né skoða neitt nema það sem var í göngufæri við hótelið..lái okkur hver sem vill!!!
Við fórum í þeim tilgangi að slappa af og það tókst, þrátt fyrir bruna á baki (Óli) og lærum (ég), vott af sólsting (Óli), mikinn svita og marga brúsa af sólarvörn, aftersun,Aloe Vera og fleiri fóðum kremum.....en eins og sagt er: Bjútí is pein!!! Og við erum að tala um að sumt fólkið þarna var svo sjúkt í sólina að það var ekki lengur brúnt heldur fjólublátt....búið að vera aðeins of lengi undir útfjólubláum geislum sólarinnar!!!

En án gríns, þá er þetta staðurinn fyrir barnafólk, sundlaugarnar eru fínar og hótelið frábært, skemmtun á hverju kvöldi og mikið gert fyrir börnin, t.d í Kikolandi. Aðstaðan er til fyrirmyndar, íbúðirnar frábærar. Geggjað að ganga eftir strandlengjunni á kvöldin og velja sér veitingastað til að borða á (þótt ég hefði alveg getað borðað bara á L´artista, geggjuðum ítölskum stað) og rölta svo "Laugaveginn" til baka!!!
Svo er loftið þarna bara svo gott, alltaf gola/vindur og því ekki svona molla, ekki mikill raki og því hægt að liggja lengi úti!!!

En......Heima er best, það segi ég alltaf en mikið myndi ég gefa fyrir að veðrið hér væri aðeins betra.....þá væri heima lang-best!!!

2 Comments:

At 10:31 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Velkomin heim vinkona. Æðilsegt að geta slappað aðeins af svona einu sinni og einu sinni. En þú kannski hjálpar mér að þýða þennan texta yfir á ítölsku sem ég sendi þér, þegar þú hefur tíma :)
Kv. Ingunn

 
At 11:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Velkomnar heim útlandaskvísur

Kíkti af og til á bloggið þitt og ekkert að gerast. Svo það var gaman að kíkja í kvöld og vita að þið væruð komnar heim á klakann. Alveg sammála um að það sé gott að búa á Íslandi og að veðrið mætti vera betra. Þó ég sé ekki sólardýrkandi og ekki fyrir of mikinn hita nema bara í sólarfríi þá er ég miklu meira hrifin að veðurfarinu hér í DK. Sérstaklega á vorin og haustin, yndislegt að fara bara út á léttri peysu eða jafnvel stuttermabol. Ekki verra með börnin á sumrin, stuttar buxur, bolur og sandalar...allt hitt tekið upp seint að hausti til.

Mikið er gaman hvað þið höfðum það æðislegt og gátuð slakað á og notið lífsins;-)

Koss og knús,
Dóra Hanna og strákarnir

ES. vonandi koma fljótlega myndir inn á síðuna hjá Grétu Dögg

 

Skrifa ummæli

<< Home