mánudagur, ágúst 22, 2005

Menningarnótt!!!

Síðastliðin 3 ár hef ég verið ein af rúmlega 100.þús manns sem hafa tekið þátt í Menningarnótt í Reykjavík og haft mjög gaman af. Mamma og pabbi hafa komið frá eyjum og höfum við þrammað Skólavörðustíginn og miðbæinn fram og til baka. Mér finnst þetta mjög gaman nema að það er svo margt í boði og svo dreift um borgina að maður verður að velja og hafna....eins og í ár....þá var svo margt sem mig langaði að sjá í húsi Íslenskrar erfðagreiningar en samt tímdi ég ekki að eyða öllum deginum þar...þetta er það erfiðasta við Menningarnótt.....þetta ætti eiginlega að vera í 2 daga....svo maður gæti séð allt sem manni langar til!!!! Röðin í Draugahúsið var slík og þvílík að ef maður hefði lagt í hana þá hefði maður ekki séð neitt annað þann daginn...(enda kannski bara skemmtilegra að fara á Stokkseyri).

Þannig að við örkuðum bara um bæinn og skoðuðum mannlífið og það sem fyrir augun bar án þess að vera bundin yfir einhverju ákveðnu. Við sáum m.a atriði úr Kabarett (sem mig dauðlangar að sjá í vetur), Diddú og Jóhann Friðgeir (held ég) taku góða slagara (íslenska og ítalska) Jagúar sem eru alltaf geggjaðir, KK og Magga Eiríks á stóra sviðinu svo ég tali nú ekki um Todmobile!!!
Flugeldasýningin var rosaleg (en það vantar samt bergmálið eins og í Herjólfsdal) og rigningin góð....ef maður var vel búinn eins og við fjölskyldan...allir í polló!!!!!

Mér fannst barnadagskráin ekki jafn góð í ár og undanfarið, það var ekki eins mikið um að vera fyrir börnin eins og t.d í fyrra. Við fórum nú samt í Iðu þar sem Gréta hlustaði á eina sögu og svo fékk hún að láta mála sig í framan eins og fiðrildi....svakalega flott. En það vantaði einhver fleiri atriði í bænum að mínu mati.....en það eru jú skiptar skoðanir um það eins og allt annað. Henni þótt alla vega gaman og kvartaði ekki.

Það sem mér finnst samt alltaf svo leiðinlegt við svona atburði er hversu illa fólk gengur um...það er með ólíkindum að sjá fullorðið fólk henda bara rusli á götuna og vera bara alveg sama um það. Sjá borgina okkar í gær þegar við vorum að fara heim, hún var frekar ósnyrtileg en samt sá varla vín á nokkrum manni!! Svo er alltaf verið að tala um unglingana....þeir eru sko ekki verstir, það sá ég alveg í gær. Það var fullorðið fólk sem henti alls kyns drasli bara á götuna og roðnaði ekki við það.
En að sama skapi er að of fáar ruslafötur eru í miðbænum og þær sem eru þar fá oft ekki að vera í friði og því kannski ekki um margt að velja fyrir fólk. Og hvað er þá til ráða? Þetta er eitt af því sem þarf að athuga betur!!

1 Comments:

At 10:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

æ ... ég er búin að vera á Menningarnótt síðan 2001 og ég var eiginlega alveg að missa mig í ár yfir því að missa af þessu... var eiginlega bara að fatta það núna ... hvað mér finnst þetta gaman :)

Kveðja Lauga

 

Skrifa ummæli

<< Home