mánudagur, ágúst 29, 2005

Það er mér mikill léttir....

  • að það séu til gallabuxur í versluninni 17 sem kosta yfir 20.000 og það er hægt að fá að borga þær í tvennu lagi!! Úff...hvað það er frábært...og þær eru meira að segja snjáðar og rifnar og hver rifa er meira að segja vel úthugsuð...mikil nákvæmnisvinna á bak við þetta allt!!!
  • að nú sé minna álag á nútímakonuna að raka skapahárin þar sem mjaðmabuxurnar eru að detta úr tísku!! Eins og það sé nú eitthvað betra að G-strengurinn blasi við langt uppi á bak þegar stúlkurnar beygja sig!!! Dæmi hver um sig!!!
  • að Bridget Jones-nærbuxurnar séu að verða vinsælar!!
  • að börn fái allt nýtt í byrjun hvers skólaárs til þess að vera í tískunni!!!
  • að vita til þess að RÚV skuli vera með fólk í næturvinnu til þess að athuga hver er með hvaða sjónvarp og hvort hann eigi það persónulega eða sé með það í láni!!
  • að það sé bara hægt að fá stelpu-barna-gallabuxur með einhverju glimmeri og dúlleríi á en ekki bara einlitar og einfaldar....

Ég er ekkert frústreruð.....nei nei....þetta eru bara nokkrir af þeim punktum sem hafa verið að veltast um hér og þar og blasað við mér á ýmsum stöðum og ég hef verið að velta þeim fyrir mér! Meðal annars vegna þess hversu miklu álagi nútímakonan er undir....hún þarf að vera svo fullkomin og allt svo fullkomið hjá henni...en fyrir hvern??? Er útlitið og klæðnaðurinn virkilega það sem nútímakonurnar hafa áhyggjur af? Er ekki bara verið að gera lífið erfiðara en það er, ég bara spyr???

3 Comments:

At 9:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir commentið á síðuna mína ;), alltaf gaman að fá heimsóknir. Þetta er nú bara fínasta síða hjá þér og þú aldeilis góður penni.

Kveðja Harpa Mel

 
At 3:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já það er sko oft erfitt að vera kona í dag og það sem við þurfum að leggja á okkur til að halda í við ímynd kvenna. Karlmenn sem hafa prufað vax skilja ekkert í konunum að leggja þetta á sig því þetta sé svo vont;-0
Ég gat nú ekki annað en hlegið í lokaþætti af einum fegurðarþættinum (Supermodel eitthvað). Sú sem vann var með mjög góða mynd af sér í síðasta skiptið og þeir töluðu um að það þyrfti ekki einu sinni að laga hana í photoshop :-0
Við erum svo oft að keppast við eitthvað sem er ekki einu sinni til, allt lagað í photoshop :-(
Hana nú, hef fengið að blása aðeins með þér Íris mín.

 
At 7:16 e.h., Blogger IrisD said...

Ó já...ekki er allt sem sýnist!!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home