Skólinn eftir jólin
Nú styttist í jólin, upplestrarfrí að fara að skella á og svo próftarnir....kemur mér lítið sem ekkert við þetta árið og ég get ekki sagt að ég sakni þess beint, enda hlakka ég gasalega mikið til að geta átt próflausan desember og hellt mér áhyggjulaust í jólaundirbúningin með Grétu minni, laus við stress og andvökunætur...nema þá að þær tengist því hvað ég á að gefa hverjum í jólagjöf??????
En ég er samt sem áður á leiðinni í nám EFTIR jól...hehehe...þarna var ég skynsöm!!!
Ég er semsé búin að sækja um í Ítölsku í HÍ...þeir ætla að svara mér innan 15 daga...og ég ætla að taka 2 kúrsa eftir áramót og hlakka gasalega mikið til. Ef ég fæ allar einingarnar metnar þá á ég BARA 27,5 einingu eftir í ítölskunni....en vantar náttúrulega aukagreinina en það er aukaatriði!!!!
Ég fór til námsráðgjafa í HÍ í síðustu viku til að athuga hvort ég fengi allar einingarnar mínar metnar, þessar sem ég kláraði 1999-2000 og í framhaldinu þurfti ég að senda póst til skorarformanns og greinarformanns. Ég endaði svo bara á því að tala beint við greinarformanninn þar sem hann kemur til með að kenna þá kúrsa sem ég vil taka og kenndi mér þegar ég var í ítölsku hér um árið...hann var bara glaður að sjá mig og bauð mig velkomna aftur....svo ég hlakka bara til að fara aftur af stað!!!!!!!!!!!!!!
Ætla nú bara samt að byrja rólega því ég er náttúrulega að vinna og þetta nám er meira til að uppfylla minn persónulega draum...en í þetta sinn ætla ég að klára hann líka því þegar ég byrjaði á að láta hann rætast var ekki hægt að taka BA próf í ítölsku svo ég tók bara allar þær einingar sem voru í boði....og svo þarf ég að velja mér aukagrein...en það er nægur tími til þess!!!!!!!
Spennó spennó....hlakka bara svaka mikið til!!!